Landlæsis-bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningunum sjálfir og/eða finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára

Aldur: 16 – 100 ára

Tími: 20 – 30 mín auk tímans sem þarf til þess að komast á stað þar sem landlæsið á að fara fram.

Markmið: Að kveikja áhuga, festa í minni og miðla þekkingu um landlæsi. Einnig að nemendur geta kynnist meira sín á milli.

Efni/áhöld: Bingó-spjald. Sækja hér

Framkvæmd: Hver nemandi fær eitt bingóspjald sem má ekki skoða fyrr en leikurinn byrjar.

Þegar leikurinn byrjar þá skoða nemendur spurningar og reyna að svara þeim sem þeir geta eða finna einhvern annan í bekkum sem getur svarað. Þegar það er gert, skrái nemandinn nafn sitt í bingóreitinn.

Þegar bingóspilari telur að hann hafi fundið svör við öllum spurningum, kallar hann bingó.

Allir gera hlé á leiknum á meðan sigurinn er sannreyndur.

Ekki þarf að skrifa svörin öll sjálft á bingóspjaldið, heldur þarf nemandinn að svara þeim munnlega. Ef hann getur svarað öllu er hann sigurvegari, annars heldur leikurinn áfram þangað til að næsti kallar bingó.

Eftir leikinn er mikilvægt að spjalla um þau mál sem standa á bingóspjaldinu.

Lykilhugtök: landlæsi, ástand lands, landgræðsla, vatnsrof, vindrof, frostlyfting, rofmyndir, gróður- og jarðvegseyðing

Landlæsi er það að sjá og skilja þær vísbendingar sem ásýnd landsins gefur um ástand þess.

Lesefni: Að lesa og lækna landið

Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni sem gefin verður út af Skólum á grænni grein, Landvernd og Menntamálastofnun.