NÁMSEFNI OG VERKEFNAHUGMYNDIR

Sumardagskrá SJÁ

NÁNAR →
Ég get, hugleiðingar um loftslagsmál

Ég get, hugleiðingar um loftslagsmál – leikur

Í þessum stutta leik hugleiða nemendur sínar skoðanir á nokkrum málum tengdum loftslagsbreytingum og ræða þær við aðra nemendur. Verlefni fyrir 14 – 100 ára

NÁNAR →
Loftslagsmálin skoðuð

Loftslagsmálin skoðuð

Í þessum stutta leik hugleiða nemendur nokkrar yfirlýsingar um loftslagsmál, sjálfbæra þróun og heimsmarkmiðin og ákveða hvort þeir eru sammála þeim eða ekki með því að staðsetja sig á ákveðnum stað í skólastofunni. Rætt verður um niðurstöðurnar. Verkefni fyrir 16-100 ára

NÁNAR →
Auðlindarverkefni

Hversu mikil er þín auðlindaneysla?

Í þessum stutta leik eru nemendur að velta fyrir sér hegðun sína í daglegu lífi og hversu auðlindafrek hún er. Verkefni fyrir 12-100 ára

NÁNAR →
börn - Bangladesh

Menntun barna í Bangladesh og fataframleiðsla – Spáðu í samhengi

Í þessu verkefni er gengið út frá aðstæðum í menntun barna í Bangladesh. Það er síðan tengt við m.a. aðstæður verkafólks í fataframleiðslu og svo við öll heimsmarkmið. Nemendur þurfa að beita þverfaglegri- og kerfishugsun til þess að ná utan um vandamálin og hugleiða lausnir og eiga að koma málefninu á framfæri á valdeflandi og skapandi hátt. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

NÁNAR →

Jarðvegurinn og ég

Í þessum hlutverkaleik setja nemendur sig í spor mismunandi fólks í heiminum sem hefur ólíka hagsmuni og tækifæri þegar kemur að landnýtingu (landbúnaði, ferðamennsku og fleira). Út frá þessum hlutverkum þurfa þeir að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ákveðinn ágreining með sjálfbæra landnýtingu að leiðarljósi. Verkefni fyrir 16 til 100 ára.

NÁNAR →
jörðin sem jólakúla

Öðruvísi jólaóskir

Í þessu verkefni hugleiða þátttakendur hvað væru stærstu óskir þeirra fyrir Jörðina, lífríkið og mannkynið og skoða hvað þyrfti að gera til þess að þessir óskir gætu orðið að veruleika. Verkefni fyrir 8-100 ára

NÁNAR →
loftlagsréttlæti

Loftlagsréttlæti – Rökræður með fiskibúrs aðferðinni

Hlutverkaleikur þar sem nemendur setja sig í spor annarra og ræða um loftslagsréttlæti. Nemendur eiga að átta sig á hversu margbrotin og flókin mál liggja á bakvið hugtakið loftslagsréttlæti. Nemendur eiga í rökræðum með fiskabúrs-aðferðinni og koma sér síðan saman um aðgerðir sem munu stuðla að loftslagsréttlæti. Verkefnið fyrir 14 – 100 ára.

NÁNAR →
Votlendisbingó

Votlendisbingó

Votlendisbingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningum sjálfir og finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 14-100 ára

NÁNAR →
landlæsis bingó

Landlæsisbingó

Landlæsis-bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningunum sjálfir og/eða finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára

NÁNAR →
jarðvegsskipting

Jarðvegsbingó

Jarðvegs bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningum sjálfir og finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára

NÁNAR →

Áhrif markaðssetningar

Þetta verkefni opnar augu þátttakenda fyrir þeim áhrifum sem þeir verða fyrir dags daglega frá markaðssetningu og auglýsingum. Verkefni fyrir 14-100 ára

NÁNAR →
Hnöttur afríka

Lífsgildi – Ubuntu: Ég er til því við erum til

Í þessu hópverkefni eru nemendur að fást við annan hugsunarhátt og lífsform en gengur og gerist í vestrænum löndum. Nemendur eiga að ræða hvernig þessi hugsunarháttur er frábrugðin samfélaginu hérlendis en einnig hvenær við hugsum á svipaðan hátt.

NÁNAR →

Nægjusamur nóvember – dagatal

Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og pen­ingar fara í lífs­gæða­kapp­hlaup­ið, þ.e. í eig­ur, auð og álit ann­arra. Þannig er hægt að öðl­ast ýmis­legt dýr­mætt eins og frelsi, frí­tíma og orku til að verja í það sem er mik­il­vægt og veitir ham­ingju.

NÁNAR →
fólk að spjalla saman

Lífsgildin okkar

Þetta er stutt verkefni sem vekur okkur til umhugsunar og hvetur til umræðna um þau lífsgildi sem hver og einn vill að standa fyrir og rækta. Verkefnið fyrir 12-100 ára

NÁNAR →

Hamingja og neysla

Léttur leikur til að kveikja til umhugsunar og umræðna um tengsl milli neyslu og hamingju. Markmiðið er að þátttakendur velti fyrir sér að hvaða leyt hamingja þeirra tengist neysluvörum. Verkefni fyrir 8-100 ára

NÁNAR →

Hugvekja á degi íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldin hátíðlegur þann 16. september ár hvert og tilefni þess er hér lítil hugvekja um náttúruna og náttúruvernd. Verndum, virðum og njótum náttúrunnar.

NÁNAR →

Umhverfisleikir

Með því að leyfa nemendum að njóta útiveru og náttúru í námi erum við að ýta undir náttúruvitund nemenda og auka líkurnar á því að nemendur fari meira út í náttúruna. Þar öðlast þeir þekkingu og færni og um leið læra að bera virðingu fyrir náttúrunni.

NÁNAR →
Mótmælendur halda uppi stórum borða sem á stendur: Fridays for future. Loftslagsverkföll - Föstudagar fyrir loftslagið. landvernd.is

Loftslagskvíði – Lærum um loftslagsmálin og tæklum kvíðann.

Loftslagskvíði er algengur. Getum við lært um loftslagsmál en tæklað loftslagskvíða í leiðinni? Hér er verkefni sem gefur okkur hugmyndir um hvernig megi minnka loftlagskvíða.

NÁNAR →
Grænir uppþvottpokar - grænþvottur

Grænþvottur

Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er. Þetta verkefni fær nemendur til þess að hugsa betur um hversu umhverfisvænar vörur eru raun og veru.

NÁNAR →
Lúpína

Eyðing Alaskalúpínu og Skógarkerfils

Tilgangur þessa verkefnis er að styðja vinnuskólana við að eyða alaskalúpínu og skógarkerfli, bæði með fræðslu um þessar tegundir og með praktískum ráðum við eyðingu.

NÁNAR →
Stúlkur dansandi í náttúrunni

Náttúran gegn streitu

Náttúran er gott meðal við streitu. Útivist og tengsl viðnáttúruna dregur úr streitu og eykur vellíðan. Með því að eyða 20 mínútum í náttúrunni,hvort sem það er göngutúr eða sitja í kyrrð, þá minnkar framleiðslan á streituhormónum.

NÁNAR →
BINGO

BINGÓ – Eldri nemendur

Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar, er að það kynnist náttúrunni. Bingó er ein leið til þess að njóta þess að vera út í náttúrunni og skoða hana gaumgæfilega.

NÁNAR →
hendur með mold og ánamaðka

Hvað felur sig i jörðinni?

Verkefni þar sem nemendur læra um dýr sem eru falin í náttúrulegu umhverfi í nágrenni skólans eða á skólalóðinni. Verkefni fyrir 5-12 ára

NÁNAR →
plöntur að vaxa í mold

Hvað þurfa plöntur?

Verkefni þar sem nemendur þjálfast í því að átta sig á fjölbreytileika plantna og nauðsynlegum skilyrðum svo þær geti vaxið og dafnað. Verkefni fyrir 5-12 ára

NÁNAR →
ljóstillífun

Ljóstillífunarleikur

Að nemendur læri um ljóstillífun, þeir þjálfast að vinna í hóp og læra flókið hugtak í gegnum leik. Verkefni fyrir 7-12 ára

NÁNAR →
Birki Áskell

Náttúra til framtíðar

Náttúra til framtíðar fjallar um ýmisleg umhverfisvandamál og hvað hægt er að gera til að finna lausnir á þeim. Vistheimt, er ein slík lausn.

NÁNAR →
Skólalóð

Lífbreytileiki í grennd við skólann

Nemendur rannsaka lífbreytileika á litlu afmörkuðu svæði í nágrenni við eða á skólalóðinni. Einnig er fylgst með breytingum sem verða á svæðinu yfir skólaárið. Verkefni fyrir 5-12 ára

NÁNAR →
framræst votlendi - Hlynur

Þjónusta vistkerfa – getum við lifað án náttúrunnar?

Í þessu verkefni læra nemendur um þjónustu vistkerfa og mikilvægi hennar fyrir okkur mannfólkið (og aðrar lífverur). Hægt er að hjálpa vistkerfi í slæmu ástandi að auka þjónustu þess með því að stunda vistheimt og endurheimta lífbreytileikann. Verkefni fyrir 10-13 ára.

NÁNAR →
Holtasóley

Plöntuskoðun

Í þessu verkefni fara nemendur í plöntuskoðun og læra að þekkja innlendar íslenskar plöntur í nágrenni skólans. Að auki læra nemendur að skilja mikilvægi plantna í íslenskri náttúru og að þekkja búsvæði þeirra og mikilvægi þess að vernda lífbreytileika þessara visterfa. Verkefni fyrir 10-20 ára.

NÁNAR →
Skógarþröstur

Fuglaskoðun

Í þessu verkefni fara nemendur í fuglaskoðun og læra að þekkja fugla og fuglahljóð í nágrenni skólans. Að auki læra nemendur að skilja mikilvægi fugla í íslenskri náttúru og að þekkja búsvæði þeirra og mikilvægi þess að vernda lífbreytileika þessara visterfa. Verkefni fyrir 10-20 ára.

NÁNAR →
þrír stólar

Réttlætissalat

Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. Verkefni fyrir 8 – 16 ára.

NÁNAR →
lítil hús í höndum

Ólík heimili

Mennirnir eiga það sameiginlegt að vera gestir plánetunni Jörð. Við lifum hins vegar við ólíkar aðstæður eftir því hvar á Jörðinni við búum. Í þessu verkefni eru misjafnar aðstæður fólks skoðaðar. Hvernig eru híbýlin? Hafa allir Jarðarbúar skjól gegn veðri og vindum og aðgang að hreinu vatni? Nemendur velja land til þess að fjalla um, finna heimildir, búa til híbýli úr endurunnum efnivið og skrifa texta um aðstæður fólks sem þar býr. Verkefni fyrir 6-15 ára

NÁNAR →
tvær henddur að takast í hendur, flutningarbílar og flugvélar

Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

NÁNAR →
heimskort með pinnum

Leikur um hnattræna dreifingu

Leikur sem opnar augu nemenda fyrir ójafnari dreifingu fólks, mismunandi losun koltvísýrings víðs vegar um heiminn og óréttlæti varðandi launakjör. Verkefni fyrir 14 – 100 ára.

NÁNAR →
fjólublá hendi

Áhrif fataframleiðslu

Nemendur eiga að skoða hvaða áhrif fataframleiðsla hefur á íbúa og náttúruna þar sem föt eru framleidd. Þau geta valið sér umfjöllunarefni sem tengist þessu og miðlunarleið sem þau vilja. Verkefni fyrir 14-20 ára

NÁNAR →
maður sem er hissa

Sturlaðar staðreyndir um föt

Tveir eða þrír vinna saman. Þeir skoða heimasíðuna Gerum sjálf og finna sturlaðar staðreyndir um fataframleiðslu og koma því á framfæri. Verkefni fyrir 10 ára og eldri

NÁNAR →
fatasóun hringrásarmerki

Föt og hringrásarhagkerfið

Fræðumst um hringrásar og línulegt hagkerfi, teiknum upp okkar dæmi um ferðalag flíkur. Verkefni fyrir 6-16 ára

NÁNAR →
Miði innan í flík

Hvaðan koma fötin okkar?

Verkefni þar sem nemendur skoða fötin sín og finna uppruna þeirra og skoða úr hvaða efnum þau eru. Verkefni fyrir 6-16 ára

NÁNAR →
stakir sokkar

Fatavinnusmiðja

Þetta er verkefni er vinnusmiðja um föt sem kennarar í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi unnu með sínum nemendur.

NÁNAR →
kona að skrá tölfræði upplýsingar á töflu

Könnun á kauphegðun

Verkefni þar sem nemendur gera könnun á neyslumynstri nemenda og kennara í skólanum. Verkefni fyrir 12-16 ára

NÁNAR →
manneskja heldur á prjónuðum peysum

Fatasóun í fortíðinni

Fataiðnaðurinn hefur þróast mjög hratt og trúlega margt breyst frá því að amma og afi voru ung. Í þessu verkefni taka nemendur viðtal við eldri manneskju sem þau þekkja og ræða hvernig umgengni var við föt á árum áður. Verkefni fyrir 10 – 16 ára

NÁNAR →
kona í símanum með innkaupapoka

Þrælar tískunnar?

Skoðum þátt í þáttaröðinni Hvað getum við gert? Um þræla tískunnar, ræðum þáttinn og svörum nokkrum spurningum. Verkefni fyrir 12-16 ára

NÁNAR →
samfélagsmiðlar logo

Tísku áhrifavaldar

Með aukinni samfélagsmiðlanotkun hefur áreiti tengt neyslu á vörum aukist. Verkefnið fær nemendur til þess að velta því fyrir sér hvort svokallaðar duldar auglýsingar hafi áhrif á þá og eru hvattir til þess að horfa með gagnrýnum augum á svokallaða áhrifavalda. Verkefni fyrir 12 – 18 ára

NÁNAR →
hröð tíska fullt af fötum á fataslá

Hröð og hæg tíska

Tíska er okkur afar hugleikinn, tísku er gjarnan skipt upp í tvo flokka hröð tíska e. fast fashion og hæg tíska e. slow fashion. En hvað þýðir þetta? Nemendur kynna sér málið og fræða aðra. Verkefnið hentar 14-20 ára

NÁNAR →
strigaskór

Strigaskór

Verkefni sem fær nemendur til þess skoða strigaskó út frá umhverfissjónarmiðum. Hvaðan kemur hann? Úr hverju er hann? Nemendur horfa á stutt myndband og velja svo milli tveggja verkefna. Verkefni fyrir 12-18 ára

NÁNAR →

Hugmyndir af umhverfissáttmálum

Hér má sjá hugmyndir af umhverfissáttmálum frá grænfána leik- og grunnskólum.

NÁNAR →
Tjarnarsel. Átthagaverkefni. landvernd.is

Aldingarður æskunnar – Heimahagar í grænfánaleikskólanum Tjarnarseli

Aldingarður æskunnar – átthagaverkefni í Tjarnarseli. Áslaug Unadóttir og Fanney M. Jósepsdóttir segja frá verkefninu.

NÁNAR →
átthagar leikskóli kort af nærumhverfi

Fyrsta kortið

Margir leikskólar sem vinna með þemað átthaga nýta sér þá skemmtilegu hugmynd að búa til kort af nánasta umhverfi skólans. Sýnishorn af kortaverkefnum sem unnin hafa verið í leikskólum. Verkefni fyrir 3-6 ára

NÁNAR →
Leikskóladrengur stendur fyrir framan þrjá valkosti og kennari tekur niður atkvæði hans. Lýðræðisnám í grænfánaleikskólanum Hálsaskógi, graenfaninn.is

Lýðræði leikskólabarna – Hálsaskógur

Lýðræði á fyrsta skólastiginu. Börnin í Hálsaskógi læra að tjá skoðanir sínar, kjósa, meta stöðuna og virða skoðanir annarra í lýðræðisverkefni leikskólans.

NÁNAR →
hendur á tómri bók

Náttúran í ljóðum og tónlist

Verkefni sem hefur það að markmiði að efla vitund nemenda um náttúruna með því að kanna boðskap í ljóðum og tónlist. Verkefni fyrir 5-16 ára

NÁNAR →
mynd af vatni-læk

Hvaða kemur vatnið?

Í þessu verkefni er farið í gönguferð/rútuferð að vatnsbóli/uppsprettu. Skoðað og fræðst um hvernig vatnið verður tært og neysluhæft í hringrás sinni í náttúrunni. Verkefni fyrir 4-12 ára

NÁNAR →
föt á fataslá

Fatamarkaður

Verkefni sem tekur á einu af stóru umhverfisvandamálum samtímans, fataiðnaðinum. Nemendur skipuleggja fatamarkað samhliða því að læra um áhrif iðnaðarins á umhverfið. Verkefni fyrir 14-20 ára

NÁNAR →
græni umferðarkarlinn á umferðarljósi

Besta leiðin í skólann?

Verkefni sem stuðlar að auknu umferðaröryggi barna með því að gera þau læsari á umhverfið sitt. Verkefnið opnar augu nemenda fyrir öryggi gangandi og hjólandi nemenda í skólann. Verkefni fyrir 6-9 ára

NÁNAR →
Sími að taka mynd af náttúru

Ljósmynd/hugmynd

Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða og ígrunda náttúruna. Nemendur taka ljósmyndir af náttúrufyrirbrigðum, túlka og deila með öðrum. Verkefni fyrir 10-20 ára

NÁNAR →
strákur í jógastöðu

Jóga ævintýraferð

Jógaæfingar með börnum sem stuðla að því að viðhalda styrk og sveigjanleika. Eykur einbeitingu, líkamsvitund, sjálfsábyrgð, sjálfsaga og streitu-stjórnun. Ásamt því að rækta sköpunargáfu, sjálfstraust, félagsfærni og góðvild til annarra. Verkefni fyrir 3-8 ára

NÁNAR →
mynd af gömlum plastbrúsa í náttúrunni

Niðurbrot efna í umhverfinu

Verkefni þar sem nemendur læra um niðurbrot efna í umhverfinu, læra um lífræn og ólífræn efni. Gera athuganir þar sem niðurbrot efna er skoðað. Verkefni fyrir 4-10 ára

NÁNAR →
skeljar og steinar í fjöru

Gullabox – fjölnota box undir gull og gersemar

Verkefni sem hefur það að markmiði að minnka plastnotkun og kenna börnum umgangast náttúruna. Í stað þess að fá einnota poka undir skeljar og annað fínerí sem börnin finna í garði leikskólans eða í ferðum, þá útbúa þau fjölnota box. Verkefni fyrir 2-5 ára

NÁNAR →
mismunandi bangsar upp í hillu

Tuskudýr

Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða raunverulegar þarfir sínar,og velta fyrir sér spurningum á borð við: þurfum í raun að eiga allt sem við eigum? Verkefni fyrir 6-10 ára

NÁNAR →
mynd af bráðnandi klaka með appelsínugulum bakgrunni

Hringrás vatns

Verkefni sem kynnir fyrir börnum birtingarmyndir vatns og hringrás þess. Börnin læra hugtök ásamt því að gera athuganir. Verkefni fyrir 2-6 ára

NÁNAR →
Scroll to Top