Margir leikskólar sem vinna með þemað átthaga nýta sér þá skemmtilegu hugmynd að búa til kort af nánasta umhverfi skólans. Sýnishorn af kortaverkefnum sem unnin hafa verið í leikskólum. Verkefni fyrir 3-6 ára

Verkefnið gerir nemendur meðvitaðri um sitt nánasta umhverfi. Þau velta fyrir sér fjarlægðum og staðsetningu á ýmsum kennileitum. Þau átta sig betur hvaða leið er best að fara t.d. heim til þeirra og velta fyrir sér hvað þau sjá á leiðinni.

Nemendur hafa gaman af því að búa til kortið og skoða það þegar það er sett upp á vegg. Hér er dæmi um kort sem leikskólarnir Brimver/Æskukot, Skógarás og Hálsaskógur gerðu.

kort af nærumhverfi leikskóla
mynd af verkefni af átthögum leikskólans