Leiðbeiningar – Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefninu?

Grænfáninn er veittur þeim skólum sem vinna að umhverfismálum á fjölbreyttan hátt, þessi mynd er frá afhendingu grænfánans í Foldaskóla í maí 2017, landvernd.is
Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefni Landverndar? Skólinn þarf að skrá sig á græna grein og stíga sjö skref í átt að grænfána. Skólinn sendir inn umsókn og starfsmaður Landverndar kemur í heimsókn og metur starfið. Skólinn fær skriflega endurgjöf og standist hann úttekt fær hann að flagga grænfána til tveggja ára.

Hvernig tek ég þátt í grænfánaverkefni Landverndar?

Þeir skólar sem óska eftir að fá að flagga grænfánanum þurfa að hafa stigið skrefin sjö og tekið að minnsta kosti eitt þema fyrir ítarlega.

Umsókn og greinargerð

Þegar skóli telur sig hafa tekið öll nauðsynleg skref að grænfána sækir hann um fánann með því að fylla út umsókn. Nýir skólar sem vilja taka sín fyrstu skref byrja á því að skrá sig til leiks á þar til gert nýskráningareyðublað. 

Umsókninni þarf að fylgja greinargerð þar sem fram kemur hvernig skrefin sjö voru stigin frá síðasta fána (eða frá því að skóli skráði sig í á græna grein sé hann að sækja um fyrsta fána).

Greinargerð ásamt viðaukum, t.d. fundargerðum, umhverfisgátlistu o.fl. skal skilað á graenfaninn@landvernd.is

í greinagerð er reifað á stuttan og skýran hátt hvernig skrefin sjö voru stigin skólanum, hvort að markmið hafi náðst og hvernig vinnan hafi gengið. Lesa meira um greinagerð.

 

 

Hvenær getur skólinn sótt um að flagga grænfánanum?

Úttektatímabil

Úttektir fara fram með öðru sniði en verið hefur  og geta skólar óskað eftir úttekt óháð staðsetningu.

 

Mat á umsókn og úttekt

Eftir að Landvernd hefur borist umsókn og greinargerð fer starfsfólk yfir gögn frá skólanum, metur hvort þau eru fullnægjandi og gerir tillögur um úrbætur ef þörf er á.

Horft er til þess hvort greinargerðin sé heilsteypt og markviss, sýni þróun, segi frá því sem hefur gengið vel og illa og frá vandamálum og lausnum. Einnig er horft til þess hvort og hvernig nemendur komu að starfinu og hvort unnið hafi verið lýðræðislega.

Starfsmenn Landvernda heimsækja síðan skólann, skoða hann og það starf sem þar hefur verið unnið. Úttekt tekur um tvo tíma og fer yfirleitt fram með eftirfarandi hætti:

Fundur með umhverfisnefnd: Rætt er um hvernig til tókst á tímabilinu, hvernig skrefin voru stigin og hvað var gott og hvað megi betur fara. Horft er til þess hvort þátttaka í verkefninu virðist almenn í skólanum og hvort nemendur séu virkir, sýni áhuga og hafi framtíðarsýn. Einnig hvort markmiðum hafi verið náð að mestu, en mikilvægt er að þau hafi í upphafi verið sett fram á skýran og tiltölulega vel mælanlegan hátt.

Skólinn skoðaður: Skoðað er hvort vinna skólans í sjálfbærni og umhverfismálum sé sýnileg t.d. með markmiðum, umhverfissáttmála og stefnu á áberandi stað ásamt verkefnum sem tengjast sjálfbærni eða umhverfismálum.

Spjallað við nemendur: Farið er inn í einn til tvo bekki af handahófi og spjallað við nemendur um vinnu í verkefninu.

Lesa meira um úttektir. 

Endurgjöf

Starfsmaður Landverndar sem kemur í úttekt í skóla metur stöðu mála úr frá greinagerð og heimsókninni og veitir leiðbeiningar um næstu skref í skriflegri endurgjöf sem send er verkefnastjóra og stjórnendum.

Afhending

Dagsetning afhendingar: Að lokum er dagsetning grænfánaafhendingar ákveðin. Standist skólinn úttekt sér skólinn um að boða til afhendingarinnar. Skólinn ákveður hvað gert er á afhendingardegi en gaman er að skólarnir geri sér dagamun og bjóði t.d. foreldrum eða öðrum til grænfánahátíðar. Lesa meira um afhendingar.

 

Allar frekari upplýsingar um skil á umsókn og greinargerð veitir starfsfólk Skóla á grænni grein, sími 552 5242 eða á netfangið graenfaninn(hjá)landvernd.

Hafðu samband!

Ósk Kristinsdóttir er sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein. Hún er starfsmaður Landverndar.

Ósk Kristinsdóttir

Ósk Kristinsdóttir er sérfræðingur Skóla á grænni grein.
Guðrún Schmidt er sérfræðingur Skóla á grænni grein, landvernd.is

Guðrún Schmidt

Guðrún Schmidt er sérfræðingur Skóla á grænni grein. Hún hefur aðsetur á Egilsstöðum.
Sigurlaug Arnardóttir er sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein, landvernd.is

Sigurlaug Arnardóttir

Sigurlaug Arnardóttir er verkefnastjóri menntaverkefna, Grænfána og Umhverfisfréttafólks
Rannveig Magnúsdóttir er sérfræðingur hjá Landvernd, landvernd.is

Rannveig Magnúsdóttir

Rannveig er sérfræðingur hjá Landvernd og Skólum á grænni grein. Hennar sérsvið er málefni sem tengjast vistheimt, lífbreytileika, matarsóun, plasti og loftslagsmálum Rannveig er líffræðingur að ...

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd