Greinargerð með umsókn um Grænfána

Lauf í lófa. Grænfáninn er helsta innleiðingartæki sjálfbærnimenntunar í heiminum, Landvernd hefur haft umsjón með Grænfánanum á Íslandi frá upphafi, landvernd.is
Þegar skólinn hefur stigið skrefin sjö, skilar hann inn umsókn og greinargerð um hvernig tekist hefur til. Í greinargerð er grænfánastarfi skólans frá síðasta fána gerð skil á hnitmiðaðan hátt.

Þegar skólinn hefur stigið skrefin sjö, skilar hann inn umsókn og greinagerð um hvernig tekist hefur til.

Í greinagerðinni skal gera vinnu síðastliðnu tveggja ára (eða frá síðasta fána) skil á skýran og hnitmiðaðan hátt. Reifið hvernig gekk að stíga skrefin sjö. Hafið eftirfarandi spurningar til hliðsjónar. 

1. Umhverfisnefndin

Hvernig var valið í umhverfisnefndina?
Hverjir eiga fulltrúa þar?
Eru nemendur í meirihluta?

Hversu oft er fundað?
Hvernig fara fundir fram?

Hverjar eru helstu ákvarðanir sem nefndin hefur tekið (t.d. þema o.s.frv.).
Gott er að fá dæmi um fundargerðir í fylgiskjölum með umsókninni.

2. Mat á stöðu umhverfismála

Hvernig var staða umhverfismála metin?
Var staðan metin í upphafi tímabils?
Var staðan metin aftur fyrir umsókn?
Var notast við umhverfisgátlista? (ekki skylda).
Hverjir mátu stöðu umhverfisála?

Gott er að fá afrit af útfylltum gátlista í fylgiskjölum með umsókninni. Þá jafnvel eins og staðan var í upphafi áður en hafist var handa og eins á þeim tíma sem sótt er um fánann.

3. Áætlun um aðgerðir og markmið

Segið frá aðgerðaráætlun ykkar. Lesa meira um aðgerðaráætlun. 

Hvaða markmið voru sett?
Voru markmiðin sett út frá niðurstöðum umhverfismatsins? 
Hverjir settu markmiðin?

Var notast við markmiðasetningablað Skóla á grænni grein?
(ekki skylda).
Hér má setja inn útfyllt markmiðasetningaeyðublað, eða senda það með sem fylgiskjal. 

Þekkja allir í skólanum þemað og þau markmið sem unnið var að á tímabilinu? 

4. Eftirlit og endurmat

Hvernig gekk að ná settum markmiðum?
Hvernig var eftirliti sinnt, þ.e. hvernig var séð til þess að markmiðin næðust?
Var farið reglulega yfir markmið og aðgerðaráætlun til að fylgjast með stöðu mála?
Hefur staða umhverfismála verið metin að nýju eftir úrbætur?
Hverjir sáu um eftirlit og endurmat?

5. Námsefnisgerð og tenging við aðalnámskrá

Hvaða verkefni voru unnin með nemendum til að ná fram markmiðum?

Hafa allir nemendur skólans tekið þátt í verkefni sem tengist þemanu sem unnið var á tímabilinu?  

Er verið að vinna önnur verkefni í skólanum sem tengjast sjálfbærni/ umhverfismálum sem tengjast ekki endilega markmiðum þessa tímabils?
Er almenn áhersla á sjálfbærnimenntun innan skólans?
Hvernig tengjast áherslur í verkefninu áherslum aðalnámskrár eða námskrá skólans?

6. Kynning á stefnunni

Hvernig kynnti skólinn stefnu sína og starf úr á við? T.d. fyrir foreldrum og nærsamfélagi /stofnunum og fyrirtækjum í hverfinu/ sveitarfélaginu?

Þekkja allir í skólanum grænfánann?

Fóru fram kynningar, foreldrafundir, opin hús, útgáfa eða annað?
Hefur umhverfisstefna skólans haft áhrif út fyrir skólann sjálfan?

7. Umhverfissáttmálinn

Sjöunda skrefið er að gera umhverfissáttmála. Sáttmálinn er loforð nemenda til náttúrunnar. 

Hvernig var sáttmálinn unninn og hverjir komu að gerð hans?
Umhverfissáttmáli skal fylgja umsókn.
Umhverfissáttmáli getur verið skýr umhverfisstefna (t.d. í framhaldsskólum, háskólum), slagorð eða lag (t.d. í leikskólum og grunnskólum).

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd