Umhverfisgátlistar – umhverfismat

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Menntun til sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar, Landvernd hefur farið með umsjón Grænfánans frá árinu 2001, landvernd.is
Umhverfismat og gátlistar ætlaðir nemendum er hluti af endurskoðun og þróun á Grænfánaverkefni Skóla á grænni grein.

Umhverfismat og gátlistar ætlaðir nemendum er hluti af endurskoðun og þróun á Grænfánaverkefni Skóla á grænni grein. Starfsmenn Skóla á grænni grein, í samstarfi við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla hafa þróað nýtt umhverfismat sem er ætlað að auðvelda nemendum að framvæma mat á stöðu umhverfismála í skólanum sínum. Tilvalið er að nota matið í upphafi Grænfánatímabils, um miðbik og við lok þess.

Gátlistarnir eru í word-skjölum og því hægt að taka út, og bæta við eftir því sem hentar hverjum skóla.

Skoða gátlista

Yngri nemendur framkvæma matið með aðstoð kennara, sem les spurningar og leiðbeinir þeim. Listarnir eru ekki tæmandi og er það í sjálfsvald sett hvort að gátlistinn sé notaður í heild sinni, að hluta eða að notaðar séu aðrar spurningar/mælingar en koma fyrir á gátlistanum.

Þegar búið er að fara yfir listann ættu nemendur og starfsfólk að sjá betur hvernig er staðið að málunum innan skólans í þemanu. Sú þekking ætti að auðvelda nemendum og kennurum að ákveða hvaða þema skuli taka fyrir og hvaða markmið eru brýnust.

Athugið! Ekki er nauðsynlegt að prenta allan listann út. Hægt er að fylla út í hann í tölvu, spjaldtölvum og jafnvel símum. Ef skólar vilja prenta listann út er mælst til þess að prentað sé báðum megin og í stærð A5. Einnig má plasta listann og nota aftur og aftur.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top