Menntun til sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar, Landvernd hefur farið með umsjón Grænfánans frá árinu 2001, landvernd.is

Umhverfisgátlistar og umhverfismat

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Umhverfismat og gátlistar ætlaðir nemendum. Nemendur meta stöðu umhverfismála í skólanum með hjálp umhverfisgátlista. Staðan er metin út frá þemum sem skólinn vinnur að hverju sinni.

Umhverfisgátlistar Skóla á grænni grein gefa nemendum tækifæri til að meta stöðu umhverfismála í skólanum út frá því þema sem skólinn hyggst vinna að á tímabilinu. 

Mælt er með því að meta stöðu umhverfismála í upphafi grænfánatímabils, um miðbik þess og svo í lokin til að greina hver árangurinn var af vinnunni. 

Nemendur sjá um umhverfismatið

Með því að láta nemendur meta stöðu umhverfismála, vakna spurningar og hefur þessi vinna mikið fræðslugildi. 

Umhverfismat til að búa til ný markmið

Skólar á grænni grein leggja mikið upp úr því að vægi nemenda við gerð markmiða sé mikið. Það er því tilvalið að nemendur skoði niðurstöður umhverfismats og setji markmið um að bæta það sem upp á vantar. 

Umhverfismat til að velja þema

Starfsfólk, umhverfisnefnd eða nemendur geta fyllt út gátlista fyrir fleiri en eitt þema til að sjá hvernig staðið er að málum innan skólans. Þessi vinna ætti að auðvelda nemendum og kennurum að ákveða hvaða þema skuli taka fyrir og hvaða markmið séu brýnust og mest aðkallandi út frá niðurstöðum matsins. 

Gátlistunum má breyta eftir þörfum

Gátlistarnir eru í word-skjölum og því hægt að taka út, og bæta við eftir því sem hentar hverjum skóla. Listarnir eru ekki tæmandi og er það í sjálfsvald sett hvort að gátlistinn sé notaður í heild sinni, að hluta eða að notaðar séu aðrar spurningar/mælingar en koma fyrir á gátlistanum

 

Tengt efni

2. Mat á stöðu umhverfismála. Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, skref tvö er að meta stöðu umhverfismála í skólanum, landvernd.is

Skref 2. Mat á stöðu umhverfismála

Skólar á grænni grein vinna eftir skrefunum sjö, skref tvö er að meta stöðu umhverfismála í skólanum.

Grænfánaskólar fylgja skjö skrefum grænfánans. Að þeirri vinnu lokinni fá þeir afhentan grænfána ef vel hefur tekist til, landvernd.is

Skrefin sjö

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefum grænfánans. Að jafnaði tekur sú vinna tvö ár. Þegar skóli hefur stigið skrefin sjö og náð markmiðum sínum má sækja um fá afhentan grænfána.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top