Grænfáninn 20 ára. Lukkudýr grænfánans heldur á lofti afmælisköku og fána sem á stendur 20 ára afmæli.

Grænfáninn fagnar 20 ára afmæli!

Skólar á grænni grein og grænfáninn á Íslandi fagnar 20 ára afmæli skólaárið 2021-2022 og þér er boðið í afmælið!

Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefni tileinkað ákveðnu viðfangsefni.

Afmælispakkar

Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefni tileinkað ákveðnu viðfangsefni. 

Afmæliskeppni grænfánans – sendu okkur myndband!

Hvað er þinn skóli að gera í umhverfismálum? Láttu okkur vita með því að senda inn myndband í afmæliskeppni grænfánans!
Lesa meira

Viðburðir

Afmælisráðstefna í febrúar og sameiginlega afmælishátíð allra grænfánaskóla þann 25. apríl 2022.

4. febrúar

Afmælisráðstefna
Skóla á grænni grein

Afmælisráðstefna grænfánans!

Afmælisráðstefna 4. febrúar 2022 á vefnum. Rafræn ráðstefna um menntun til sjálfbærni
Nánar

25. apríl

Sameiginlegur hátíðardagur
Skóla á grænni grein

Við hvetjum alla þátttökuskóla til að taka þátt í hátíðardagskrá Skóla á grænni grein þann 25. apríl 2022 sem er einnig Dagur umhverfisins.

#grænfáninn20ára

Notaðu myllumerkið #grænfáninn20ára og merktu Landvernd og Grænfánann á samfélagsmiðlum.