
Fatasóun
Afmælispakki grænfánans í mars


Skólar á grænni grein og grænfáninn á Íslandi fagna 20 ára afmæli á árinu og þér er boðið í afmælið!
Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefnum tileinkað ákveðnu viðfangsefni.
Hvað veist þú
um fatasóun?
Það kannast margir við að langa í ný föt. Við segjum stundum, mig langar nýjar buxur, mig langar í nýja úlpu og jafnvel þó að nóg sé af flíkum inni í skáp.
Afhverju viljum við ný föt, ef við eigum nóg?
Stundum slitna fötin okkar, þau verða of lítil, sumir kaupa föt til sér til skemmtunar, eru nýungagjarnir, eru að eltast við ákveðna ímynd eða eru þrælar tískunnar.
Þeir sem stjórna tískunni breyta henni mjög hratt, þannig geta fataframleiðendu selt sífellt meira. Einn daginn er ákveðinn litur, snið eða hælar á skóm í tísku, næsta dag er það ekki smart lengur og þú þarft að kaupa nýtt til þess að tolla í tískunni. Sumir leggja mikið á sig og eyða miklum peningum til þess að vera alltaf í nýjustu tísku.
Stundum er sagt að betra sé að hafa persónulegan stíl heldur en að eltast við tískuna endalaus. Hvað finnst þér flott, hvað fer þér vel? Er hægt að blanda saman gömlu og nýju?
Margir vilja kaupa ódýr föt og til eru verslanir eins og HM og Primark sem eru með mikið úrval af ódýrum fatnaði það er jafnvel hægt að fá buxur á 2000 krónur, hvernig stendur á þvi, hvernig geta þær verið svo ódýrar? Til þess að ná verðinu niður eru föt oft framleidd í láglaunalöndum. Á þessum svæðum eru mannréttindi oft á tíðum ekki virt og vinnukjör og laun ekki góð, jafnvel eru börn látin vinna við fataframleiðslu.
Kíktu á litla miðann sem er á flíkinni þinni og athugaðu hvar hún er búin til, oftar en ekki er stendur made in Vietnam, Kína, Banglades, en sjaldnar í löndum eins og Þýskalandi eða Ítalíu.
Fataiðnaður er einn mesti mengunarvaldur í heiminum í dag. Með því að kaupa ný föt þá erum við að ýta undir aukna framleiðslu, sem þarf stórt landrými og mikið vatn. T.d. til þess að búa til einar gallabuxur þarf um 20.000 þúsund lítra af vatni, sem er drykkjarvatn fyrir eina manneskju í um 28 ár. Í textílinn eru líka sett ýmis skaðleg efni sem menga út frá sér t.d. litarefni sem skolast út í drykkjarvatn.
Við þurfum kannski ekki að hætta því alveg en við gætum hugsað okkur betur um áður en við kaupum, þurfum við fötin?get ég keypt notuð föt eða fengið lánuð? Væri hægt að setja upp fataskiptimarkað í skólanum? Getum við frekar keypt föt sem eru framleidd á umhverfisvænan hátt ?
Getum við nýtt fötin betur sem við eigum, kannski breytt þeim og saumað ný úr efninu, ef við þurfum að losa okkur við föt þá á ekki að henda þeim ekki í ruslið heldur frekar selja þau eða gefa til hjálparstofnanna.
Við getum haft áhrif með því að hugsa áður en við kaupum og nýtt betur það sem við eigum og mundu umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú átt nú þegar inn í skáp. Við Getum öll haft áhrif.
Einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld þurfa að vinna saman
Við getum öll haft áhrif
Verkefni
Áhrif fataframleiðslu
Nemendur eiga að skoða hvaða áhrif fataframleiðsla hefur á íbúa og náttúruna þar sem föt eru framleidd. Þau geta valið sér umfjöllunarefni sem tengist þessu og miðlunarleið sem þau vilja. Verkefni fyrir 14-20 ára
Sturlaðar staðreyndir um föt
Tveir eða þrír vinna saman. Þeir skoða heimasíðuna Gerum sjálf og finna sturlaðar staðreyndir um fataframleiðslu og koma því á framfæri. Verkefni fyrir 10 ára og eldri
Föt og hringrásarhagkerfið
Fræðumst um hringrásar og línulegt hagkerfi, teiknum upp okkar dæmi um ferðalag flíkur. Verkefni fyrir 6-16 ára
Hvaðan koma fötin okkar?
Verkefni þar sem nemendur skoða fötin sín og finna uppruna þeirra og skoða úr hvaða efnum þau eru. Verkefni fyrir 6-16 ára
Fatavinnusmiðja
Þetta er verkefni er vinnusmiðja um föt sem kennarar í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi unnu með sínum nemendur.
Könnun á kauphegðun
Verkefni þar sem nemendur gera könnun á neyslumynstri nemenda og kennara í skólanum. Verkefni fyrir 12-16 ára
Fatasóun í fortíðinni
Fataiðnaðurinn hefur þróast mjög hratt og trúlega margt breyst frá því að amma og afi voru ung. Í þessu verkefni taka nemendur viðtal við eldri manneskju sem þau þekkja og ræða hvernig umgengni var við föt á árum áður. Verkefni fyrir 10 – 16 ára
Þrælar tískunnar?
Skoðum þátt í þáttaröðinni Hvað getum við gert? Um þræla tískunnar, ræðum þáttinn og svörum nokkrum spurningum. Verkefni fyrir 12-16 ára
Tísku áhrifavaldar
Með aukinni samfélagsmiðlanotkun hefur áreiti tengt neyslu á vörum aukist. Verkefnið fær nemendur til þess að velta því fyrir sér hvort svokallaðar duldar auglýsingar hafi áhrif á þá og eru hvattir til þess að horfa með gagnrýnum augum á svokallaða áhrifavalda. Verkefni fyrir 12 – 18 ára
Hröð og hæg tíska
Tíska er okkur afar hugleikinn, tísku er gjarnan skipt upp í tvo flokka hröð tíska e. fast fashion og hæg tíska e. slow fashion. En hvað þýðir þetta? Nemendur kynna sér málið og fræða aðra. Verkefnið hentar 14-20 ára
Strigaskór
Verkefni sem fær nemendur til þess skoða strigaskó út frá umhverfissjónarmiðum. Hvaðan kemur hann? Úr hverju er hann? Nemendur horfa á stutt myndband og velja svo milli tveggja verkefna. Verkefni fyrir 12-18 ára
Tískusýning
Gamlar flíkur og ýmislegt annað sem hægt er að endurnýta á skapandi hátt. Nemendur fá fræðslu um hringrásarhagkerfið og endurnýtingu hluta. Hanna síðana sinn eigin fatnað eða fylgihlut úr gamalli flík, afgangsefni og /eða öðru endurnýtanlegu efni.
Óskilamunir
Óskilamunir í skólanum eru skoðaðir og greindir – hvað kosta þeir? Nemendur skoða virði hlutanna og finna vonandi í leiðinni eitthvað sem þeir hafa týnt – eða geta komið merktum hlutum til skila. Verkefni fyrir 8-16 ára.
Taupoki úr gömlum bol? Ekkert mál!
Þjóðráð Landverndar! Gerðu þinn eigin taupoka úr gömlum stuttermabol.
Deildu með okkur hugmyndum og myndum
Ítarefni
Þrælar tískunnar, Hvað getum við gert? RÚV
Hringrásarhagkerfið: Hönnun og sjálfbærni, Hvað getum við gert? RÚV
Námskeið í fatabreytingum, Landinn. RÚV
Er hægt að halda fötum í hringrásarhagkerfinu? Myndband um hringrásarhagkerfið
Afríkulönd sitja uppi með fatasóun Vesturlanda, frétt af RÚV
The True Cost, heimildarmynd um áhrif fataiðnarins á fólk og jörðina
Tískusóun bitnar á fólki og umhverfi. Umhverfispistill Rannveigar Magnúsdóttir um áhrif tískusóunar
Pistill Stefáns Gíslasonar um tískubyltingarvikuna og Rana Plaza slysið.
Sustainable-fashion. Upplýsingasíða um sjálfbærni og tísku
Krafan um ódýran fatnað. Anna Gyða Sigurgísladóttir fjallar um hraða tísku
Fatasöfnun Rauðakrossins. Heimasíða fatasöfnuninnar
Framandi ferðalag gallabuxna. Helga Margrét Höskulsdóttir fjallar um framleiðsluferli gallabuxna
Auðvelt að finna fallegar notaðar flíkur. Grein um second hand flíkur
Námsvefur um textílmennt og sjálfbærni. Frábærar hugmyndir sem henta bæði fyrir skóla og heimili
Kennsluleiðbeiningar og verkefni um úrgangsforvarnir. 6.kafli fjallar sérstaklega um fatnað
Grænu skrefin kaflinn um endurnotkun og endurvinnslu
Fashion footprint Skoðaðu hversu umhverfisvænn fataskápurinn þinn er
Skoðaðu dagskrá afmælisársins og kynntu þér afmælispakka frá starfsfólki Skóla á grænni.
#grænfáninn20ára
#grænfáninn20ára
Notaðu myllumerkið #grænfáninn20ára og merktu Landvernd og Grænfánann á samfélagsmiðlum.
Kynntu þér námsefni frá Landvernd
Námsefni um lífbreytileika og ræktun fyrir leikskóla, yngsta- og miðstig grunnskóla. Sigurlaug Arnardóttir hafði umsjón með gerð efnisins en það er afrakstur Evrópsks þróunarverkefni HOB’s Adventures sem Landvernd, Skólar á grænni grein og grænfánaskólar tóku þátt í. Útgefendur eru Landvernd og Menntamálastofnun. Lesa meira um námsefnið.
Menntaverkefni Landverndar

GRÆNFÁNINN
Nemendur og starfsfólk í grænfánaskólum nota skrefin sjö til að breyta skólastarfinu í átt að sjálfbærni. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er skólum sem innleiða menntun til sjálfbærni á þennan hátt.
Nemendur læra um endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Verkefnið er samstarfsverkefni þátttökuskóla, Landverndar og Landgræðslunnar. Meira um Vistheimt með skólum…
Nemendur læra um umhverfismál og miðlun efnis. Þátttakendur flytja fréttir um umhverfismál á fjölbreyttan máta og eru valin framlög send í alþjóðlega keppni. Meira um Ungt umhverfisfréttafólk…