Verkefni þar sem nemendur gera könnun á neyslumynstri nemenda og kennara í skólanum. Verkefni fyrir 12-16 ára

Aldur: 12-16 ára

Tími: Valkvætt, fer eftir hversu mikið er unnið með gögnin sem safnast

Markmið:

  • Að nemendur fái sýn á neysluhegðun í nærumhverfinu sínu
  • Að nemendur þjálfist í því að vinna með tölulegar upplýsingar

Framkvæmd: Það er forvitnilegt að gera könnun á neyslumynstri nemenda og kennara í skólanum. Hægt er að gera könnun annars vegar á meðal nemenda og aðra á meðal kennara, það er forvitnilega að sjá hvort einhver munur sé á.

Hugmyndir af spurningum

Hversu oft kaupir þú þér ný föt?

Kaupir þú notuð föt?

Hugsar þú hvaðan fötin koma?

Hugsar þú úr hvaða efnum fötin eru?

Ferðu með notuð föt í Rauða krossinn?

Finnst þér þú eiga nóg af fötum?

Skiptir tíska þig mál?

Hvaðan er flíkin sem þú ert í núna framleidd?

Niðurstöðurnar má vinna með á fjölbreyttan hátt, tilvalið að tengja við stærðfræðina. Tilvalið að sýna niðurstöðurnar á göngum skólans og þannig styðjast við skref 6 í grænfánaverkefninu – Upplýsa og fá aðra með