Þetta er verkefni er vinnusmiðja um föt sem kennarar í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi unnu með sínum nemendur.

Markmið:

  • Að fjalla um fatnað á fjölbreyttan hátt,
  • skoðum óskilafatnað,
  • hvaða áhrif þvottur hefur á föt,
  • búa til veggteppi í gömlum fötum og  skoða uppruna fatnaðar

Framkvæmd: Vinnusmiðjur

Nemendur skoða óskilafatnað sem tilfellur í skólanum. Fötin eru flokkuð húfur, úlpur, vettlingar o.s.fv. Fjöldi hvers hlutar skráður niður. Síðan voru búin til súlurit. Það kom nemendum á óvart að það voru 76 stakir sokkar í óskilamunum.

Umræður og umfjöllun um hvað gerist þegar föt eru þvegin í þvottavél, hvað efni leysast frá fötunum t.d. flísefnis, bómullar og ullar. Hvað með þvottaefni, mýkingarefni og rafmagnsnotkun. Í framhaldi af umræðum er þvottasnúra hengd upp í kennslustofunni. Síðan klippa þeir lítil föt úr gömlum fötum sem þau hengja á snúruna.

Nemendur vefa stórt sameiginlegt veggteppi úr gömlum efnisbútum og fötum.

Nemendur kynna sér hvaðan fötin koma og búa til myndbönd með upplýsingum um hvaðan fötin koma. Að lokum voru myndböndin sýnd öðrum nemendum skólans.