Þú er hér - Category: Sköpun

lítil hús í höndum

Ólík heimili

Mennirnir eiga það sameiginlegt að vera gestir plánetunni Jörð. Við lifum hins vegar við ólíkar aðstæður eftir því hvar á Jörðinni við búum. Í þessu verkefni eru misjafnar aðstæður fólks skoðaðar. Hvernig eru híbýlin? Hafa allir Jarðarbúar skjól gegn veðri og vindum og aðgang að hreinu vatni? Nemendur velja land til þess að fjalla um, finna heimildir, búa til híbýli úr endurunnum efnivið og skrifa texta um aðstæður fólks sem þar býr. Verkefni fyrir 6-15 ára

SJÁ VERKEFNI »
föt á fataslá

Fatamarkaður

Verkefni sem tekur á einu af stóru umhverfisvandamálum samtímans, fataiðnaðinum. Nemendur skipuleggja fatamarkað samhliða því að læra um áhrif iðnaðarins á umhverfið. Verkefni fyrir 14-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
Sími að taka mynd af náttúru

Ljósmynd/hugmynd

Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða og ígrunda náttúruna. Nemendur taka ljósmyndir af náttúrufyrirbrigðum, túlka og deila með öðrum. Verkefni fyrir 10-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
Vélmenni gert úr tré í grasi

Vélmenni

Verkefni þar sem afgangs efniviður í smíðastofunni er nýttur til þess að skapa vélmenni. Verkefni fyrir 6-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
endurunnninn pappír hangir á bandi

Pappírsgerð

Nemendur læra að búa til pappír með því að endurnýta notaðan pappír. Nemendur læra þannig um endurnýtingu og þar með sparnað á þeirri orku sem þarf til pappírsgerðar. Verkefnið hentar öllum aldri

SJÁ VERKEFNI »

Umhverfishönnun

Nemendur skoða nærumhverfið sitt með gagnrýnum augum. Meta hvað þeir vilja að sé til staðar í nánasta umhverfi sínu út frá ólíkum þörfum einstaklinga. Nemendur tjá hugmyndir sínar um lausnir
taka afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti. Verkefni fyrir 12-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
niðurtætur pappír

Plöntuþrykk

Börn gera plöntuþrykk á endurunninn pappír sem þau búa sjálf til og læra þannig um endurvinnslu og mikilvægi skóga og trjáa. Verkefni fyrir 4-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Markmið verkefnisins þurfa að vera sýnileg nemendum og starfsfólki, tilvalið er að hafa sérstakan stað eða grænfánavegg þar sem upplýsingum um grænfánastarfið er miðlað til annarra, landvernd.is

Umhverfistafla

Skref 6 í grænfánavinnunni er að upplýsa og fá aðra með. Hér má sjá hugmynd að umhverfistöflu sem sett er upp í grænfánaskólum til þess að upplýsa skólasamfélagið um t.d áherslu atrið hvers tímabils, markmið, fréttir, verkefni o.fl.

SJÁ VERKEFNI »
skissumynd af stól - verkefnakista

Stóla hönnun

Nemendur vinna í hóp að því að hanna og útbúa stól úr endurunnum efnum útfrá þremur orðum sem þau draga, tveimur lýsingarorðum og einu nafnorði. Verkefni fyrir 12-15 ára

SJÁ VERKEFNI »
endurunninn pappír

Pappírsgerð

Skemmtilegt verkefni sem fær börnin til þess að átta sig á hægt er að endurvinna pappír og skapa úr honum eitthvað nýtt. Hentar 4-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
heimasaumaður fjölnota kanínupoki

Töskusaumur

Verkefni sem stuðlar að minni notkun á plastpokum, nemendur hafa áhrif á nærumhverfið sitt og hvetur aðila innan þess til þess að huga að náttúruauðlindum og umhverfi. Verkefnið hentar 10-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
skissuteikning af kjól

Tískusýning

Gamlar flíkur og ýmislegt annað sem hægt er að endurnýta á skapandi hátt. Nemendur fá fræðslu um hringrásarhagkerfið og endurnýtingu hluta. Hanna síðana sinn eigin fatnað eða fylgihlut úr gamalli flík, afgangsefni og /eða öðru endurnýtanlegu efni.

SJÁ VERKEFNI »
kona horfir til fjalla

Náttúruljóð

Nemendur fara út í nærumhverfið og ímynda sér að þeir séu lífvera sem heldur til þar og skrifa síðan ljóð. Verkefnið hentar 10-20 ára

SJÁ VERKEFNI »
Skapandi skil. Nemendur velja þá leið sem þeir fara í að miðla efni sem þeir læra um, hvort sem það er myndasaga, lag, ljóð eða jafnvel hlaðvarp. landvernd.is

Skapandi skil

Skapandi skil sameina mörg einkenni menntunar eins og nemendamiðaðar aðferðir, notkun fjölbreyttra aðferða og að hafa áhrif út fyrir skólann.

SJÁ VERKEFNI »
torfbæir í vetrarbúning, landvernd.is

Gömlu góðu jólin

Í þessu verkefni lesum við texta um jólin á fyrri tímum. Textinn skiptist í stutta kafla. Þegar búið er að lesa textann á að finna eina til tvær setningar úr hverjum kafla og myndskreyta. Þá verður til stutt myndskreytt saga um jólin á fyrri tímum.

SJÁ VERKEFNI »
Mynd af púsli, landvernd.is

Jólaleg púsluspil

Það er skemmtileg þraut að púsla, stundum gerist það að eitt og eitt púsl týnist og púsluspilið er ekki lengur nothæft, því geta ónothæf púsluspil safnast upp í skólum. Í staðinn fyrir að henda þeim þá er hægt að nýta þau í ýmis konar föndur og gjafir tengdar jólum. Verkefni fyrir 4-8 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
Blýantar, skæri og fleira föndurdót, landvernd.is

Jólasmiðja á leikskóla

Á leikskólanum Akraseli búa börnin á elstu deild til jólagjafir fyrir foreldra. Þau nota frumkvæði og sköpunarkraft til að búa til gjafir úr endurnýtanlegan efnivið sem til fellur í skólanum. Verkefni fyrir 5-12 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »