
Réttlætissalat
Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. Verkefni fyrir 8 – 16 ára.
Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. Verkefni fyrir 8 – 16 ára.
Mennirnir eiga það sameiginlegt að vera gestir plánetunni Jörð. Við lifum hins vegar við ólíkar aðstæður eftir því hvar á Jörðinni við búum. Í þessu verkefni eru misjafnar aðstæður fólks skoðaðar. Hvernig eru híbýlin? Hafa allir Jarðarbúar skjól gegn veðri og vindum og aðgang að hreinu vatni? Nemendur velja land til þess að fjalla um, finna heimildir, búa til híbýli úr endurunnum efnivið og skrifa texta um aðstæður fólks sem þar býr. Verkefni fyrir 6-15 ára
Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.
Leikur sem opnar augu nemenda fyrir ójafnari dreifingu fólks, mismunandi losun koltvísýrings víðs vegar um heiminn og óréttlæti varðandi launakjör. Verkefni fyrir 14 – 100 ára.
Verkefni sem eykur meðvitund nemenda um mismunandi möguleika og aðstæður fólks. Hlutverkaleikur þar sem nemendur tilheyra ákveðnum hópi sem getur haft áhrif á möguleika fólks varðandi lífsgæði og annað. Verkefni fyrir 13-30 ára
Stígðu fram er hlutverkaleikur um mannréttindi, loftslagsréttlæti og umhverfismál. Nemendur kanna mun á stöðu fólks eftir búsetu, kyni, stétt eða áhrifum loftslagsbreytinga.
Vitnisburður um loftslagsmál er hlutverkaleikur þar sem nemendur setja sig í spor mismunandi ungmenna í allskonar löndum og velta fyrir sér þeirra upplifun og hugleiðingum varðandi loftslagsbreytingar.