Þú er hér - Category: Hnattræn vitund

þrír stólar

Réttlætissalat

Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. Verkefni fyrir 8 – 16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
lítil hús í höndum

Ólík heimili

Mennirnir eiga það sameiginlegt að vera gestir plánetunni Jörð. Við lifum hins vegar við ólíkar aðstæður eftir því hvar á Jörðinni við búum. Í þessu verkefni eru misjafnar aðstæður fólks skoðaðar. Hvernig eru híbýlin? Hafa allir Jarðarbúar skjól gegn veðri og vindum og aðgang að hreinu vatni? Nemendur velja land til þess að fjalla um, finna heimildir, búa til híbýli úr endurunnum efnivið og skrifa texta um aðstæður fólks sem þar býr. Verkefni fyrir 6-15 ára

SJÁ VERKEFNI »
tvær henddur að takast í hendur, flutningarbílar og flugvélar

Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Tap á lífbreytileika lífbreytileiki Ari Yates , landvernd.is

Tap á lífbreytileika

Tap á lífbreytleika er eitt stærsta vandamál samtímans. Fimm helstu ógnir við lífbreytileika í heiminum eru tap á búsvæðum, ágengar framandi tegundir, ofveiði og ofnýting, loftslagashamfarir og mengun.

SJÁ VERKEFNI »

Mannréttindi eða forréttindi?

Verkefni þar sem nemendur velta fyrir sér hugtökunum mannréttindi og forréttindi. Læri að það sé greinamunur þarna á milli og skoða sig sjálf út frá þessum hugtökum. Verkefni fyrir 6-16 ára

SJÁ VERKEFNI »
nestisbox úr áli

Skólanestið

Nemendur velta fyrir sér matvælum sem oft leynast í nestisboxinu. Skoða hvernig hægt er að velja nesti með tilliti til umhverfisins. Nemendur skoða meta matarsóun, hver nemandi reiknar einnig út hvað nestið kostar og hversu mikið af því fer til spillis t.d. yfir eina viku. Verkefnið hentar 10-16 ára

SJÁ VERKEFNI »
Vistspor er mælikvarði á hve miklar auðlindir jarðar maðurinn notar. Mynd frá Grunnskóla Borgarfjarðar Eystri, 2019, landvernd.is

Vistsporið mitt

Nemendur læra um vistspor og skoða sitt eigið vistspor. Í kjölfarið koma þeir með tillögur að því hvernig má minnka vistsporið og kynna þetta á skapandi hátt. Verkefni fyrir 5-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Margir hlutir í hillu í geymslu. Svarthvít mynd. Hugleiðingar um hluti er verkefni frá Skólum á grænni grein

Hugleiðingar um hluti

Í þessu verkefni skoða nemendur hluti með kennara og velta fyrir sér hvaðan þeir koma, úr hverju þeir eru og ræða uppruna þeirra. Jörðin veitir okkur allt sem við þurfum. Verkefni fyrir 3-10 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Hreint haf námsefni frá Landvernd um hafið, mengun í hafið, loftslagsbreytingar og hvernig við getum haft áhrif, landvernd.is

Hreint haf – rafbók

Námsefnið Hreint haf rafbók fjallar um áhrif hafsins á okkur og áhrif okkar á hafið. Námsefnið er valdeflandi og takast nemendur á við raunveruleg verkefni. Rafbókinni fylgja verkefni stór og smá.

SJÁ VERKEFNI »