Mennirnir eiga það sameiginlegt að vera gestir plánetunni Jörð. Við lifum hins vegar við ólíkar aðstæður eftir því hvar á Jörðinni við búum. Í þessu verkefni eru misjafnar aðstæður fólks skoðaðar. Hvernig eru híbýlin? Hafa allir Jarðarbúar skjól gegn veðri og vindum og aðgang að hreinu vatni? Nemendur velja land til þess að fjalla um, finna heimildir, búa til híbýli úr endurunnum efnivið og skrifa texta um aðstæður fólks sem þar býr. Verkefni fyrir 6-15 ára

Aldur: 6-15 ára

Tími: Valkvætt

Markmið: 

  • Nemendur átti sig á ólíkum lífsgæðum eftir búsetu
  • Að nemendur nemendur kynnist ólíkum lifnaðarháttum fólks eftir því hvar það býr í heiminum
Efni og áhöld: Endurnýtanleg hráefni til þess að búa til líkan af húsi, t.d. bylgjupappi, mjólkurfernur, morgunkornspakkar, plastumbúðir. Lím, skæri og litir.
 

Framkvæmd:

Kennarinn les eftifarandi texta eða ræðir um innihald hans við nemendur:

Það er margt sem hefur áhrif á híbýli og aðstæður fólks á Jörðinni má nefna loftslag, veðurfar, gróðurfar og náttúruauðlindir.
Ólík veðurfar hefur áhrif
Sem dæmi þá þurfum við á Íslandi hús sem halda vel vindum og regni og eru upphituð. Ísland er ríkt land og fólk býr við góðar aðstæður. Á heitari stöðum Jarðarinnar þurfa íbúar að skýla sér fyrir sól, hita og regni. Á mjög heitum slóðum eru gluggar oft hafði litlir til þess að sólin komist ekki inn. Í sumum húsum blása vindar í gegnum híbýlin eða þau eru loftkæld, en loftkæling er ekki í boði fyrir alla.

Húsin fyrr á tímum

Áður fyrr skipti máli hvaða auðlindir voru til á staðnum til þess að byggja hús t.d. var ís notaður til þess að byggja hús á Grænlandi, torf og grjót á Íslandi og viður og pálmalauf í Indónesíu. Í dag er hráefni flutt á milli landa, því eru hús í heiminum úr líkari hráefnum nú en áður.
Auðlindir skipta máli
Auðlindir hafa líka áhrif á aðstæður í húsunum eins og t.d. hitun, kælingu, rennandi kalt og heitt vatn, rafmagn, salernisaðstöðu, eldhús o.s.fv.
Efnahagur skiptir máli
Heimili fólks eru líka ólík eftir efnahag. Stór hluti mannkyns býr við fátækt og hefur varla í sig og á. Margir hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða rafmagni.  Fátækustu löndin á jörðinni eru flest að finna í Afríku og Asíu en þau ríkustu í Evrópu, Norður- Ameríku, Ástralíu og Austu-Asíu. Alls staðar hvar sem þú býrð í heiminum hefur efnahagur áhrif á hvernig húsum fólk býr

Spurningar

Hvað er heimili?
Hverjir búa saman?
Hvernig fjölskyldur eru til?
Hvernig eru heimili mismunandi? T.d. stærð, byggingarefni, gluggar, hönnun.
Hvaða munur er á heimilum á Íslandi, Afríku, Indlandi, Grænlandi, Ameríku?
Hvernig eru aðstæður mismunandi á heimilum t.d. Salerni, eldhús, rennandi vatn, rafmagn.

Búa allir á Jörðinni við góðar aðstæður? Af hverju ekki?

Hvaða aðstæður geta skert lífsgæði fólks?

Hópavinna

Settu þig í spor fjölskyldu í ákveðnu landi.
Kynntu þér aðstæður fólks í landinu sem þú valdir þér.
Skrifið texta um fjölskylduna sem býr á heimilinu.

Hverjir búar á heimilinu?
Í hvaða landi býr hún?
Er hún fátæk eða rík?
Lýsið híbýlum hennar
Hvernig eru aðstæður hennar?
Hvaða áhugamál hafa fjölskyldumeðlimir?

Búið til heimilið úr endurnýtanlegu hráefni og látið lýsingu á fjölskyldunni fylgja með. Þegar allir hópar hafa búið til útfærslu af heimili þá er upplagt að halda sýningu í skólanum.

Hugmyndir er unnin úr frá verkefni sem Húsaskóli gerði með nemendum á miðstigi.

14 Different Types of Houses Found in Countries Around the World