Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. Verkefni fyrir 8 – 16 ára.

Aldur: 8 – 16 ára

Tími: 10-20 mín

Markmið:

  • Að nemendur fái áhuga og velti fyrir sér hvað hnattrænt réttlæti þýðir
  • Að miðla grunnþekkingu um hnattrænt réttlæti á skemmtilegan og léttan hátt

Framkvæmd: Allir nemendur sitja á stól í stórum hring. Einn stóll er laus. Kennarinn spyr spurningu og allir sem geta svarað henni játandi þurfa að skipta um sæti hvar sem er á sama tíma. Síðan er svarið við spurningunni stuttlega rætt meðal nemenda og kennarinn leiðir og miðlar eftir þörfum.

Dæmi um spurningar:

Veistu hvað orðið hnattrænt þýðir?

Skilur þú hugtakið réttlæti?

Ert þú sammála því að í heiminum er til nóg matur handa öllum ef við myndum bara deila því jafnt og líka hætta að sóa honum?

Vissir þú að fleiri en milljónir barna í heiminum glíma við vannæringu á hverju ári?

Vissir þú að mörg börn geta ekki farið í skóla heldur þurfa að vinna vegna fátæktar?

Ert þú þakklát/ur fyrir því að geta farið í skóla og menntað þig í staðinn fyrir að vinna t.d. í námu eða í fataiðnaði frá ungu barnsbeini?

Er passað upp á það í þinni fjölskyldu að henda ekki mat?

Ert þú búin að breyta um lífsstíl vegna loftslagsmála eins og t.d. að ganga eða hjóla í staðinn fyrir að nota bíl, að kaupa minna af nýjum fötum o.s.frv.?

Hefur þú heyrt um loftslagsréttlæti?

Vissir þú að veðuröfgar vegna loftslagsbreytingar hafa nú þegar haft áhrif á marga milljónir manna víðs vegar um heiminn?

Hefur þú heyrt um vörumerkmið “Fair Trade”?

Hefur þú hugmyndir um það hvað við getum gert til þess að stuðla að auknu hnattrænu réttlæti?

 

Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni sem gefin verður út af Skólum á grænni grein, Landvernd og Menntamálastofnun.