Þú er hér - Category: Þverfagleg verkefni

lítil hús í höndum

Ólík heimili

Mennirnir eiga það sameiginlegt að vera gestir plánetunni Jörð. Við lifum hins vegar við ólíkar aðstæður eftir því hvar á Jörðinni við búum. Í þessu verkefni eru misjafnar aðstæður fólks skoðaðar. Hvernig eru híbýlin? Hafa allir Jarðarbúar skjól gegn veðri og vindum og aðgang að hreinu vatni? Nemendur velja land til þess að fjalla um, finna heimildir, búa til híbýli úr endurunnum efnivið og skrifa texta um aðstæður fólks sem þar býr. Verkefni fyrir 6-15 ára

SJÁ VERKEFNI »
tvær henddur að takast í hendur, flutningarbílar og flugvélar

Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »
mynd af vatni-læk

Hvaðan kemur vatnið?

Í þessu verkefni er farið í gönguferð/rútuferð að vatnsbóli/uppsprettu. Skoðað og fræðst um hvernig vatnið verður tært og neysluhæft í hringrás sinni í náttúrunni. Verkefni fyrir 4-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
Hendur hnetti með ljós frá borg í bakgrunni

Sjálfbærnidagar

Nemendur sjá um að skipuleggja sjálfbærnidaga fyrir unglingastig grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla. Um er að ræða tvo heila kennsludaga og sjá nemendur um að skipuleggja viðburði fyrir samnemendur sína, fá fyrirlesara, sýna kvikmyndir, hafa kynningarbása, vinnustofur, veggspjöld o.s.frv. Verkefni fyrir 13-25 ára

SJÁ VERKEFNI »
manneskja að njóta sólseturs æuti í náttúrunni

Staðurinn minn

Nemendur velja sér stað í náttúrunni sem er þeim kær og velta fyrir sér spurningum tengdum honum. Nemendur velta t.d fyrir sér tilfinningum sem koma upp þegar hann er á staðnum og velta svæðinu fyrir sér út frá hugtakinu lífríki. Verkefnið nýtist vel í íslenskukennslu þar sem nemendur ígrunda einnig staðinn út frá lýsingarorðum og sagnorðum. Verkefni fyrir 8-12 ára

SJÁ VERKEFNI »
einstaklingur að skrifa í dagbók í náttúrunni

Náttúruorð – Vasabók

Nemendur fara á einhvern stað úti við til að skrifa í vasabækur sem þeir hafa búið til sjálfir. Vasabókin er sérstök aðferð til að halda til haga minningum og hugmyndum um ýmislegt úti í náttúrunni. ofl. Í hana eru skráð hughrif, tilfinningar og athuganir en þar geta og varðveist mikilvægar upplýsingar. Verkefnið hentar vel 10 – 25 ára

SJÁ VERKEFNI »
Blýantar, skæri og fleira föndurdót, landvernd.is

Jólasmiðja á leikskóla

Á leikskólanum Akraseli búa börnin á elstu deild til jólagjafir fyrir foreldra. Þau nota frumkvæði og sköpunarkraft til að búa til gjafir úr endurnýtanlegan efnivið sem til fellur í skólanum. Verkefni fyrir 5-12 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
Hreint haf námsefni frá Landvernd um hafið, mengun í hafið, loftslagsbreytingar og hvernig við getum haft áhrif, landvernd.is

Hreint haf – rafbók

Námsefnið Hreint haf rafbók fjallar um áhrif hafsins á okkur og áhrif okkar á hafið. Námsefnið er valdeflandi og takast nemendur á við raunveruleg verkefni. Rafbókinni fylgja verkefni stór og smá.

SJÁ VERKEFNI »