Á leikskólanum Akraseli búa börnin á elstu deild til jólagjafir fyrir foreldra. Þau nota frumkvæði og sköpunarkraft til að búa til gjafir úr endurnýtanlegan efnivið sem til fellur í skólanum. Verkefni fyrir 5-12 ára nemendur.

Verkefni frá leikskólanum Akraseli á Akranesi

Framkvæmd

Nemandi ákveður sjálfur hvað hann vill gefa foreldrum og hvernig hann framkvæmir það. Hann byrjar á því að ræða við kennarann um hugmynd sína og teiknar hana á blað.

Safnið saman endurnýtanlegum efnivið sem til er í skólanum. Nemandinn fær að skoða hvað er til, hugmyndirnar fæðast oft þegar efniviðurinn er skoðaður.

Gott er að hafa ýmis tæki við höndina eins og límbyssu, saumavél, hamar og sög og fleira. 

Nemandi tekur þann efnivið sem hann ætlar að nota og hefst handa við að búa til gjöfina.

Nemandi stýrir verkinu, kennarinn er einungis til að aðstoðar.

Nemendur pakka inn gjöfinni í endurvinnanlegan pappír eða poka og búa til merkispjald.

Kennari skráir ferlið við að búa til jólagjöfina bæði í rituðu máli og í myndum. Látið skráningu á ferlinu fylgja með jólagjöfunum.

 

jólaföndur í Akraseli, landvernd.is
Verkefnið kemur frá leikskólanum Akraseli á Akranesi.
jólaföndur í Akraseli, gítar, landvernd.is
Kátur nemandi með heimasmíðaðan gítar. Góð gjöf!

Afurð

Innpökkuð gjöf með merkispjaldi til foreldra. Gjafirnar geta verið af ýmsu tagi. Það sem börnin á Akraseli hafa búið til er t.d. jólasokkur, stóll úr frauðplasti, hálsmen, kjóll og gítar. 

Tengd verkefni

Jarðvegurinn og ég

Í þessum hlutverkaleik setja nemendur sig í spor mismunandi fólks í heiminum sem hefur ólíka hagsmuni og tækifæri þegar kemur að landnýtingu (landbúnaði, ferðamennsku og fleira). Út frá þessum hlutverkum þurfa þeir að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ákveðinn ágreining með sjálfbæra landnýtingu að leiðarljósi. Verkefni fyrir 16 til 100 ára.

Skoða verkefni
jörðin sem jólakúla

Öðruvísi jólaóskir

Í þessu verkefni hugleiða þátttakendur hvað væru stærstu óskir þeirra fyrir Jörðina, lífríkið og mannkynið og skoða hvað þyrfti að gera til þess að þessir óskir gætu orðið að veruleika. Verkefni fyrir 8-100 ára

Skoða verkefni
Scroll to Top