„Betra er að gefa heldur en að þiggja“ verkefni þar sem þátttakendur öðlast skilning á því að gjafir þurfa ekki alltaf að koma beint úr búðinni og hægt er að gefa hlutum nýtt líf með því að gefa þá áfram.

Höfundur verkefnisins: Linda Björk Árnadóttir hjá leikskólanum Ylur í Mývatnssveit

Aldur: 2 til 5 ára

Áhöld/efni efni: Blað, penni og leikfang frá barni.

Markmið: Að nemendur læri merkinguna bakvið sögnina „betra er að gefa heldur en að þiggja“ og þá líka öðlast skilning á því að gjafir þurfa ekki alltaf að koma beint úr búðinni og hægt er að gefa hlutum nýtt líf með því að gefa þá áfram.

Framkvæmd: Börnin velja sér leikfang heima við sem er í góðu ástandi og fallegt á að líta og koma með í leikskólann vafið í taupoka. Merkja þarf allar gjafirnar með númeri og svo draga nemendurnir númer eða það verður búið að draga og raða niður til að tryggja að enginn dragi sína gjöf. Svo er haldin jólaleg stund þar sem börnin opna sýna gjöf og fá að skoða hana.

Undirbúningur kennara: Kennari þarf að vera búinn að senda póst að alla foreldra og fá leyfi fyrir því að barnið komi með leikfang að heiman og svo heim með annað í staðinn. Kennari þarf svo að safna saman gjöfunum og tryggja að enginn gleymi og þá að einhver verði út undan.

Umræður sem hægt er að taka með börnunum:

– Hvernig gengu leikfangaskiptin?

– Hvernig leið þeim að gefa einhverjum gjöf?

– Hvaða lærdóm draga þau af þessu?