Verkefni þar sem velt er fyrir sér umfjöllunum sem birtast okkur í daglegu lífi og láta okkur gjarnan líða eins og okkur skorti eitthvað.

Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og pen­ingar fara í lífs­gæða­kapp­hlaup­ið, þ.e. í eig­ur, auð og álit ann­arra. Þannig er hægt að öðl­ast ýmis­legt dýr­mætt eins og frelsi, frí­tíma og orku til að verja í það sem er mik­il­vægt og veitir ham­ingju t.d. að eyða tíma með fjöl­skyldu og vin­um, hreyfa sig, vera úti í nátt­úr­unni, upp­lifa, gefa af sér, vera skap­andi og fram­kvæma jafn­vel eitt­hvað sem stuðlar að vel­ferð mann­kyns og Jarð­ar­inn­ar.

Fegurðin við haustið liggur í mörgu, haustið er sá tími sem tekur að rökkva og kólna. Spil, góður félagsskapur og kertaljós hljómar eins og uppskrift að góðum haustdegi. en í dag tengjum við haustmánuðina óumflýjanlega við auglýsingaherferðir tengdar tilboðsdögum og umfjallanir um að okkur skorti eitthvað.

Hér er dæmi um slíka umfjöllun 10 hlutir sem koma þér í gegnum haustið (mbl.is)

Verkefnið er að búa til umfjöllun um 10 hluti sem koma þér í „gegnum haustið“ þar sem kostnaði fyrir þig og umhverfið er haldið í lágmarki.