Aldur: 4-8 ára
Framkvæmd
Notið púsluspilin eins og þau eru eða málið þau í lit sem hentar. Hér eru nokkrar hugmyndir hvernig nýta má púsluspil í jólaföndur.
- Búið til myndaramma með því að líma púsluspilum í hring á harðspjalda pappír eða bylgjupappa.
- Límið nokkur púsluspil saman þannig að þau myndi snjókorn límið band á og hengið t.d. á jólatréð.
- Málið púsluspil sem er í stærri kantinum, skrifið á það með penna í andstæðum lit og notið sem merkispjald.
- Límið nokkur púsluspil í hring og búið til jólakrans, límið band í og hengið á jólatré eða í glugga.
Innpökkun
Nýtið efni eins og gardínur, gamlar skyrtur, dagblöð, snakkpoka eða gamlan pappír til þess að pakka gjöfinni inn.

Tengd verkefni
Jarðvegurinn og ég
Í þessum hlutverkaleik setja nemendur sig í spor mismunandi fólks í heiminum sem hefur ólíka hagsmuni og tækifæri þegar kemur að landnýtingu (landbúnaði, ferðamennsku og fleira). Út frá þessum hlutverkum þurfa þeir að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ákveðinn ágreining með sjálfbæra landnýtingu að leiðarljósi. Verkefni fyrir 16 til 100 ára.
Öðruvísi jólaóskir
Í þessu verkefni hugleiða þátttakendur hvað væru stærstu óskir þeirra fyrir Jörðina, lífríkið og mannkynið og skoða hvað þyrfti að gera til þess að þessir óskir gætu orðið að veruleika. Verkefni fyrir 8-100 ára