Það er skemmtileg þraut að púsla, stundum gerist það að eitt og eitt púsl týnist og púsluspilið er ekki lengur nothæft, því geta ónothæf púsluspil safnast upp í skólum. Í staðinn fyrir að henda þeim þá er hægt að nýta þau í ýmis konar föndur og gjafir tengdar jólum. Verkefni fyrir 4-8 ára nemendur.

Aldur: 4-8 ára

Framkvæmd

Notið púsluspilin eins og þau eru eða málið þau í lit sem hentar. Hér eru nokkrar hugmyndir hvernig nýta má púsluspil í jólaföndur.

  • Búið til myndaramma með því að líma púsluspilum í hring á harðspjalda pappír eða bylgjupappa.
  • Límið nokkur púsluspil saman þannig að þau myndi snjókorn límið band á og hengið t.d. á jólatréð.
  • Málið púsluspil sem er í stærri kantinum, skrifið á það með penna í andstæðum lit og notið sem merkispjald.
  • Límið nokkur púsluspil í hring og búið til jólakrans, límið band í og hengið á jólatré eða í glugga.

Innpökkun

Nýtið efni eins og gardínur, gamlar skyrtur, dagblöð, snakkpoka eða gamlan pappír til þess að pakka gjöfinni inn. 

Púsluspil, landvernd.is

Tengd verkefni

Gjafabréf samverustund

Gjafabréf

Hvernig getum við dregið úr neyslu og kaupum á óþarfa í kringum jólin? Gjafabréf eru ein leið til þess! Samvera og ljúfar stundir.
Skoða verkefni
dót í kassa

Litlu jól leikfangaskipti

„Betra er að gefa heldur en að þiggja“ verkefni þar sem þátttakendur öðlast skilning á því að gjafir þurfa ekki alltaf að koma beint ...
Skoða verkefni