
Ljóstillífunarleikur
Að nemendur læri um ljóstillífun, þeir þjálfast að vinna í hóp og læra flókið hugtak í gegnum leik. Verkefni fyrir 7-12 ára
Að nemendur læri um ljóstillífun, þeir þjálfast að vinna í hóp og læra flókið hugtak í gegnum leik. Verkefni fyrir 7-12 ára
Náttúra til framtíðar fjallar um ýmisleg umhverfisvandamál og hvað hægt er að gera til að finna lausnir á þeim. Vistheimt, er ein slík lausn.
Í þessu verkefni læra nemendur um þjónustu vistkerfa og mikilvægi hennar fyrir okkur mannfólkið (og aðrar lífverur). Hægt er að hjálpa vistkerfi í slæmu ástandi að auka þjónustu þess með því að stunda vistheimt og endurheimta lífbreytileikann. Verkefni fyrir 10-13 ára.
Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.
Nemendur þjálfast í því í gagnrýnni hugsun og að taka ákvarðanir með náttúruna í huga. Hlutverkaleikur þar sem nemendur skiptast í mismunandi hagsmunaaðila á mismunandi svæðum. Verkefni fyrir 13-30 ára
Ofveiði og ofnýting á lífverum er ein stærsta ógnin við lífbreytileika í heiminum. Lausnin á þessu vandamáli er náttúruvernd og endurheimt vistkerfa (vistheimt).
Tap á búsvæðum er stærsta ógnin við lífbreytileika í heiminum. Lausnin á þessu vandamáli er náttúruvernd og endurheimt vistkerfa (vistheimt).
Þegar lífvera er flutt af mannavöldum inn á nýtt svæði er hún kölluð framandi lífvera og ef hún skaðar lífríkið sem þar er fyrir þá er hún orðin framandi ágeng lífvera. Einkenni ágengra framandi lífvera eru m.a. að þær fjölga sér hratt, þær geta lifað á mjög fjölbreyttu fæði eða við fjölbreyttar aðstæður. Minkur, lúpína og skógarkerfill eru dæmi um ágengar framandi tegundir á Íslandi.
Tap á lífbreytleika er eitt stærsta vandamál samtímans. Fimm helstu ógnir við lífbreytileika í heiminum eru tap á búsvæðum, ágengar framandi tegundir, ofveiði og ofnýting, loftslagashamfarir og mengun.
Nemendur teikna myndir af bústöðum fólks og dýra og bera saman frumþarfir.
Nemendur læra um hugtök tengd búsvæðum eins og fæða, vatn, skjól, rými. Verkefni fyrir 6-9 ára
Nemendur fara út í nærumhverfið og ímynda sér að þeir séu lífvera sem heldur til þar og skrifa síðan ljóð. Verkefnið hentar 10-20 ára
Á Íslandi eru til merkilegar tegundir lífvera sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Lífríki Íslands er einstakt og mikilvægt er að vernda fjölbreytni þess.
Ferlið þegar hnignuðu vistkerfi er hjálpað við að ná bata er kallað endurheimt vistkerfis eða einfaldlega vistheimt.
Lífbreytileiki nær yfir breytileika innan tegunda, milli tegunda og þeirra vistkerfa sem þessar lífverur mynda og eru hluti af, á landi, í sjó og ferskvatni.
Verkefni um rostunga og vistheimt fyrir unglingastig og framhaldsskóla. Verkefnið er hluti af námsefninu Náttúra til framtíðar og tilheyrir Vistheimt með skólum
Landvernd rekur tvö verkefni sem stuðla að valdeflingu nemenda. Skólar á grænni grein og Ungt umhverfisfréttafólk færa valdið til unga fólksins.
Má bjóða skólanum þínum birkifræ? Skólum landsins býðst að fá birkifræ úr fræbanka Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.
Hvaða fræ verða að trjám? Hvað er birkihnúðmý? Hér eru tilraunir úr smiðju Vistheimtar með skólum um spírun birkifræja.
Verkefni úr smiðju Vistheimtar með skólum um söfnun og sáningu birkifræja. Vistheimt með skólum beinir sjónum nemenda að endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir.
Verkefnasafn fyrir leikskóla og yngsta stig. Útikennsla, ræktun, lífbreytileiki.