Þú er hér - Category: 7. Sjálfbær orka

börn - Bangladesh

Menntun barna í Bangladesh og fataframleiðsla – Spáðu í samhengi

Í þessu verkefni er gengið út frá aðstæðum í menntun barna í Bangladesh. Það er síðan tengt við m.a. aðstæður verkafólks í fataframleiðslu og svo við öll heimsmarkmið. Nemendur þurfa að beita þverfaglegri- og kerfishugsun til þess að ná utan um vandamálin og hugleiða lausnir og eiga að koma málefninu á framfæri á valdeflandi og skapandi hátt. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »
jörðin sem jólakúla

Öðruvísi jólaóskir

Í þessu verkefni hugleiða þátttakendur hvað væru stærstu óskir þeirra fyrir Jörðina, lífríkið og mannkynið og skoða hvað þyrfti að gera til þess að þessir óskir gætu orðið að veruleika. Verkefni fyrir 8-100 ára

SJÁ VERKEFNI »
loftlagsréttlæti

Loftlagsréttlæti – Rökræður með fiskibúrs aðferðinni

Hlutverkaleikur þar sem nemendur setja sig í spor annarra og ræða um loftslagsréttlæti. Nemendur eiga að átta sig á hversu margbrotin og flókin mál liggja á bakvið hugtakið loftslagsréttlæti. Nemendur eiga í rökræðum með fiskabúrs-aðferðinni og koma sér síðan saman um aðgerðir sem munu stuðla að loftslagsréttlæti. Verkefnið fyrir 14 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Loftmynd af lítilli eyju með einu húsi í hafinu í Króatíu. Eyjan mín.

Eyjan okkar

Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar. 

SJÁ VERKEFNI »
Scroll to Top