Í þessum stutta leik hugleiða nemendur sínar skoðanir á nokkrum málum tengdum loftslagsbreytingum og ræða þær við aðra nemendur. Verkefni fyrir 14 - 100 ára

Tími: 20 mín 

Markmið:  

  • Að kveikja áhuga nemenda á loftslagsmálum 
  • Að nemendur myndi sér skoðanir og eru óhræddir við að deila þeim 
  • Að nemendur átti sig á því hvað þeir vita um málið og hvað vantar  

 

Framkvæmd: 

Nemendur nota A4 blað þar sem nafnið þeirra er í miðjunni. Í hverju horni er síðan skrifuð byrjun á setningu sem nemendur eiga svo að klára. Setningabyrjanir eru:  

  1. Ég get minnkað mitt kolefnisspor með því að …
  2. Ég hef heyrt um eftirfarandi afleiðingar loftslagsbreytinga …
  3. Aðgerðir í loftslagsmálum finnst mér kúl ef þær …
  4. Loftslagsréttlæti þýðir að mínu mati að …

Nemendur fá 5-10 mín til að fylla út sitt blað. Eftir það ganga allir um stofuna og skiptast á skoðunum við aðra nemendur með stuttu spjalli (t.d. að hitta 3-5 aðra nemendur). 

Í lokin leiðir kennarinn allan bekkinn í umræður um það sem nemendur skrifuðu, mismunandi upplifanir, þekkingu, hugmyndir og skoðanir. 

 

Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni sem gefin verður út af Skólum á grænni grein, Landvernd og Menntamálastofnun