Stuttur leikur sem dýpkar þekkingu og skilning nemenda á kolefnishringrásinni. Verkefni fyrir 13 -100 ára

Tími: 10 mín 

Markmið:  

  • Að kveikja áhuga nemenda á loftslagsmálum 
  • Að dýpka þekkingu og skilning nemenda á kolefnishringrásinni 

Framkvæmd: 

Byrjað er á því að skoða stutt myndband um kolefnishringrásina, t.d. hér 

Síðan er farið að „leika“ kolefnishringrás. Það sem þarf til: er pláss í stofu svo öll geta staðið í stórum hring, ullarhnykil og legókubba. Gott að hafa líka blöð þar sem stendur á hver er hvað til að leggja fyrir framan krakkana. Hvert hlutverk er með sama magn af legókubbum fyrir framan sig, andrúmsloftið er með ullarhnykilinn. 

Einhverjir krakkar eru andrúmsloftið, aðrir plöntur, lítil dýr, stór dýr, jarðvegur, votlendi, hafið og síðan kol, olía og gas. Ullarhnykill táknar kolefnið í andrumslofti og legókubbar táknar kolefnið sem er geymt í vefjum plantna og dýra, í jarðvegi, votlendi, hafi eða í kol, olíu og gasi. Krakkarnir eiga svo að „leika“ hringrásina án inngrip mannsins með því að kasta ullarhnykil milli sín eftir hlutverkum hvers og eins (það mun myndast ullarvefur) og safna upp legokubbum. 

Ef ég er dýr og þá verð ég að gefa upp ástæðuna fyrir því að ullarhnykkillinn fer frá mér til t.d. jarðvegsins, dýrið deyr.  

Í þessari umferð er lítið um að kol, olía og gas taki þátt, það kemur inn samhliða inngripi mannsins. Legókubbarnir eru ekki notaðir í þessari umferð þar sem jafnvægi er til staðar. 

Í lokin kemur síðan kennarinn inn sem maðurinn, dregur upp kol, olíu og gasi dýpst úr jarðveginum og nota þau (legókubbar fara út í andrúmsloft), höggvi trjánum (legókubbar fara út í andrúmsloft), raski jarðveginn, gróður/vistkerfum (legókubbar fara út í andrúmsloft) o.s.frv. 

Með þessu er verið að sýna fram áhrif mannsins á kolefnishringrásina. 

Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni sem gefin verður út af Skólum á grænni grein, Landvernd, Menntamálastofnun og Rannís.