Stöðvaleikur þar sem nemendur vinna í hóp og leysa saman hugtakaverkefni tengd loftslagsmálum. Verkefni fyrir 13-100 ára

Tími: 30 mínútur

Markmið:  

  • Að kveikja áhuga nemenda á loftslagsmálum 

Framkvæmd: 

Nemendum er skipt niður í 4 hópa. Unnið er á 4 mismunandi stöðvum. Á hverjum stað er ákveðið verkefni sem hóparnir þurfa að leysa. Eftir það er skipt um svæði þangað til allir hópar hafa verið á öllum stöðum. Tími á hverjum stað fer eftir aldri og getu en miðað er við um það bil 5 mínútum á hverri stöð.

Verkefnin fyrir stöðvavinnuna má finna hér. 

Kennara finna lausnirnar hér. 

Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni sem gefin verður út af Skólum á grænni grein, Landvernd, Menntamálastofnun og Rannís.