Nemendur læra um auðlindir og hvað það merki að þær séu endurnýjanlegar eða óendurnýjanlegar. Verkefni fyrir 16-25 ára.

Nemendur læra um auðlindir og hvað það merki að þær séu endurnýjanlegar eða óendurnýjanlegar.

Aldur: 16 – 25 ára

Tími: 2 kennslustundir

Markmið:

  • Að nemendur skilji hvað felist í hugtakinu auðlindir
  • Að nemendur átti sig á hvað eru endurnýjanlegar auðlindir og hvað eru óendurnýjanlegar auðlindir
  • Að nemendur átti sig á að auðlindir setja okkur takmörk

Aðferð:

Nemendur fá kynningu á hugtakinu auðlind og kynnist meginflokkun auðlinda.

Náttúruauðlind er náttúruleg gæði sem manneskjan nýtir sér – oft í hagnaðarskyni.

 

Til að fá betri yfirsýn yfir gildi náttúruauðlinda hefur þeim verið skipt í eftirfarandi þrjá meginflokka:

  1. Auðlindir sem notaðar eru til framleiðslu eða neyslu, svo sem hráefni, orkulindir, fiskar, dýr, skógar, beitilönd o.s.frv.
  2. Auðlindir sem má líta á sem þjónustu náttúrunnar við mennina, t.d. útivera, náttúruminjar og náttúrulífsmyndir í sjónvarpi;
  3. Auðlindir sem mæta grundvallarþörfum mannsins, svo sem súrefni og vatn.

Við upphaf síðustu aldar var almennt litið svo á að náttúruauðlindir mætti nýta nánast takmarkalaust manninum til hagsbóta, s.s. málmar, kol og olía, vatnsorka, skógur og beitilönd, villt dýr og fiskar.

Aukin þekking á auðlindum og eiginleikum þeirra hefur gert mönnum ljóst að það er hægt að ganga hættulega nærri óendurnýjanlegum auðlindum á skömmum tíma og einnig er hætta á eyðingu endurnýjanlegra auðlinda með ógætilegri nýtingu.

Auðlindir

 

Viðurkenning á þeirri staðreynd að auðlindir eru endanlegar eða takmarkaðar hefur breytt viðhorfi manna til þeirra og haft áhrif á stjórnun nýtingar þeirra.

Verkefnalýsing til nemenda:

Nemendur velja sér síðan eina auðlind í hverjum flokki út frá meðfylgjandi mynd. Athugið listarnir eru ekki tæmandi og geta nemendur fundið önnur dæmi um auðlindir.

Nemendur fara í rannsóknarvinnu um þær auðlindir sem þeir velja sér. Búa til skilgreiningarlista og taka dæmi um starfsemi/verk þar sem náttúruauðlindin er nýtt. Verkefnið má setja upp á fjölbreyttan hátt svo sem glærukynning, veggspjald, líkanagerð, einhverskonar skrifleg skil.

Útfærslur

Hægt er vinna verkefnið á fjölbreyttan hátt. Nemendur geta unnið í hóp, nemendur að velja einn flokk og taka dæmi um nokkur atriði. Búa til kappræður um hvers vegna eigi að velja eina auðlind til nýtingu fram yfir aðra o.s.frv.

Scroll to Top