Nemendur kynna sér málið og útbúa námskeið fyrir jafnaldra eða almenning. Verkefni fyrir 16-25 ára.

Nemendur kynna sér málið og útbúa námskeið fyrir jafnaldra eða almenning.

Aldur: 16 – 25 ára

Tími: 4 kennslustundir

Markmið:

  • Að nemendur átti sig á hvað felist í því að vera ábyrgur neytandi
  • Að nemendur fái verkfæri til þess að taka skref í átt að grænum lífstíl
  • Að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum umhverfisfræðarinnar
  • Að nemendur átti sig á gagnsemi hringrásarhagkerfisins

Aðferð:

Nemendur setja sig í spor námskeiðshaldara, þeir útbúa fræðslu fyrir almenning um hvernig megi lifa umhverfisvænum lífstíl og minnka þannig vistspor sitt. Fræðslan getur verið í formi hlaðvarps, fyrirlesturs, myndbands eða blaðagreinar.

Þeir afla sér upplýsinga um:

Hvað felst í því að vera ábyrgur neytandi

Hver eru helstu umhverfismerkin og fyrir hvað standa þau

Hvað er það sem hefur áhrif á vistspor einstaklinga og hvernig má minnka vistsporið

Hvaða leiðir er hægt að fara til þess að henda minni úrgangi

Verkefnalýsing fyrir nemendur

Þið fáið það verkefni að útbúa fræðslu fyrir almenning um það hvernig hægt er að stuðla að sjálfbærni í daglegu lífi. Námskeiðið á að nýtast öllum þeim sem vilja taka skref í átt að grænum lífsstíl en vita ekki hvar á að byrja.

Á námskeiðinu/fyrirlestrinum er fjallað um

Hugtökin sjálfbærni, vistspor og hringrásarhagkerfi

Hvernig er best að haga innkaupum með tilliti til umhverfisins

Hvernig lengja má líftíma ákveðna matvæla

Hvaða lausnir eru til að takmarka umbúðir

Mismunandi ferðamáta – almenningssamgöngur, einkabíllinn, hjólið. T.d skoða áhrif þeirra á lýðheilsuna

Hvernig hægt að lengja líftíma hluta sem við eigum nú þegar?

Höfum áhrif! Nemendur deila verkefninu með öðrum innan skólans og jafnvel í nærumhverfinu. Hægt er að senda myndbönd, hlaðvarp og blaðagreinar á fjölmiðla og jafnvel halda fyrirlestur á sal fyrir starfsfólk, nemendur eða íbúa í nærumhverfi skólans.