Í þessu verkefni er gengið út frá aðstæðum í menntun barna í Bangladesh. Það er síðan tengt við m.a. aðstæður verkafólks í fataframleiðslu og svo við öll heimsmarkmið. Nemendur þurfa að beita þverfaglegri- og kerfishugsun til þess að ná utan um vandamálin og hugleiða lausnir og eiga að koma málefninu á framfæri á valdeflandi og skapandi hátt. Verkefni fyrir 16 - 100 ára.

Tími: 3-6 kennslustundir

Markmið:

  • Að nemendur átta sig á því að tengingar sem eru milli mismunandi vandamála og að slíkar tengingar þurfa þá líka að vera í lausnunum
  • Að nemendur fái dýpri skilning á heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun
  • Að efla hnattrænni vitund nemenda
  • Að valdefla nemendur í að láta sig málin varðar

Framkvæmd:

  1. Nemendur lesa sér til um menntun barna í Bangladesh og skrifa niður helstu atriðin í stikkorðum. Dæmi um texta er t.d. hér.
  2. Nemendur kynna sér síðan aðstæður verkafólks sem vinnur í fataframleiðslu í Bangladesh. Dæmi um vefsíður: https://www.collectivefashionjustice.org/garment-workers , https://femnet.de/en/materials-information/country-profiles/bangladesh.html
  3. Nemendur skoða heimsmarkmið 4 – Menntun fyrir alla og öll undirmarkmið þess og setja það í samband við aðstæðurnar í Bangladesh.
  4. Nú er mikilvægt að nemendur skilji vandamálið og tengingar m.a. milli menntun barna og aðstæður verkafólks í fataframleiðslu. Til þess að ná vel utan um vandamálið er gott að fara í gegnum nokkra spurningar á skipulagðan hátt í hópavinnu. Nemendur svara þessum spurningum með því búa til stórt skjal/blað þar sem öll heimsmarkmiðin eru inn á og búa til tengingar milli þeirra með stikkorðum um það hvernig þau tengjast varðandi menntun barna og fataframleiðslu í Bangladesh. Hér er mikilvægt að nemendur finni tengingar inn í öll heimsmarkmið á einn eða annan hátt. Dæmi um spurningar:
  • Hver eru vandamálin?
  • Hvaða afleiðingar hafa þessi vandamál?
  • Fyrir hvern er þetta vandamál?
  • Hvaða hagsmunir eru í spilinu?
  • Hvað vantar mig að vita meira?
  • Hvað finnst mér um þessi vandamál, hvernig líður mér?
  • Hvernig tengist þetta mál mér?
  • Hvaða spurningar eigum við að taka til okkar?
  • Hvaða lausnir koma til greina?
  1. Nemendur hugleiða í hópum hvaða skilaboð og/eða kröfur þeir ætla að senda til stjórnmálamanna, eigendur fataframleiðslufyrirtækja og til einstaklinga í vestrænum löndum. Mjög sterkt væri ef þeir fara í alvöru að senda skilaboðin/kröfurnar. Síðan vinna nemendur áfram með málefnið. Ef möguleiki er á að þetta sé stórt verkefni þá er hægt að vinna áfram með þetta í gegnum Umhverfisfréttafólk eða ef það er minni tími geta nemendur t.d. frætt alla í skólanum með erindi, kynningu, upplýsingarblaði samhliða fatamarkaði eða á annan skapandi hátt.

 

Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni sem gefin verður út af Skólum á grænni grein, Landvernd og Menntamálastofnun