Nemendur velja sér stað í náttúrunni sem er þeim kær og velta fyrir sér spurningum tengdum honum. Nemendur velta t.d fyrir sér tilfinningum sem koma upp þegar hann er á staðnum og velta svæðinu fyrir sér út frá hugtakinu lífríki. Verkefnið nýtist vel í íslenskukennslu þar sem nemendur ígrunda einnig staðinn út frá lýsingarorðum og sagnorðum. Verkefni fyrir 8-12 ára

Aldur:  8 – 12 ára

Tími: 1 kennslustund

Markmið:

  • Að nemendur þjálfist í því að meta náttúruna út frá tilfinningum
  • Að nemendur beri virðingu fyrir náttúrunni vegna þeirra tilfinninga sem hún vekur hjá fólki

Efni og áhöld: skriffæri og blað

Framkvæmd:

Skrifið lýsingu á einhverjum stað sem ykkur þykir vænt um en hafið ekki komið á lengi. Lýsið nákvæmlega hvernig staðurinn lítur út, hvernig ykkur líður þegar þið eruð þar og hvað það er sem ykkur líkar svo vel á þessum stað.

Veltið fyrir ykkur hlutum eins og….

  • Er fjölbreytt dýralíf á þessum stað?
  • Hefur þessi staður alltaf litið svona út?
  • Er einhverjar líkur á að þessi staður muni breytast á næstu 50 árunum? Ef svo er hvernig? Eru það breytingar af mannavöldum eða náttúru?

Finnið 5 lýsingarorð sem þið mynduð nota til að lýsa staðnum

Finnið 5 sagnorð sem þið mynduð nota til þess að lýsa hvað er hægt að gera á staðnum