Verkefni þar sem nemendur velta fyrir sér hugtökunum mannréttindi og forréttindi. Læri að það sé greinamunur þarna á milli og skoða sig sjálf út frá þessum hugtökum. Verkefni fyrir 6-16 ára

Aldur:  6-16 ára

Tími: 1-2 kennslustund

Markmið:

  • Að nemendur geri greinarmun á mannréttindum og forréttindum.

Efni og áhöld: Hafa nóg af tímaritum, t.d. eins og eru á lækna- og hárgreiðslustofum. Skæri, lím og stór plaköt – spjöld eða maskínupappír.

Framkvæmd:

Hvað eru mannréttindi? Hvað eru forréttindi? Hver er munurinn á þessu tvennu?

Yfirleitt er talað um að mannréttindi séu það sem allir eiga rétt á og forréttindi oft hlutir sem okkur langar til að hafa en þurfum ekki nauðsynlega á að halda.

Nemendur fletta upp í blöðum og í úrklippum og klippa út myndir sem þau flokka síðan á sitthvort kartonið. Flokkað er eftir því hvort að nemendur telji það sem er á myndinni teljist til mannréttinda eða forréttinda.

Nemendur velta fyrir sér spurningum eins og hver eru þín réttindi? Nýtur þú forréttinda? Hvernig ferðu með þau og hvaða áhrif hafa þau á samfélagið, samfélag þjóðanna og umhverfið.

Hér þarf aðlaga spurningarnar/vangavelturnar að aldri nemenda.

Stígðu fram – Skoðum loftslagsréttlæti og forréttindi – Landvernd