Aldur: 10 – 16 ára
Tími: Niðurstöður skráðar einu sinni á dag í viku, í lokinn 1-2 kennslustundir í umræður/kynningu og skráningu niðurstaðna.
Markmið:
Að nemendur átti sig á umhverfisáhrifum mismunandi matvælaframleiðslu
Að nemendur átti sig á umhverfisáhrifum einnota umbúða
Að nemendur verði meðvituð um neyslu sína á matvælum
Efni og áhöld: Nesti, skriffæri og skráningarblað, vefsíða sem gefur upp kostnað matvöru – hægt að notast við búðir sem bjóða upp á heimsendingu
Framkvæmd:
Hver nemandi reiknar út hvað nestið sitt kostar og hversu mikið af því fer til spillis t.d. yfir eina viku.
Nemendur velta fyrir sér spurningum á borð við:
- Hvaðan kemur nestið mitt? Skiptir það máli fyrir umhverfið? Að hvaða leiti?
- Hvað verður um það nesti sem ég borða ekki?
- Hvaða kostir eru við að að koma lífrænum afgöngum í moltugerð? Hvað verður um moltuna?
- Hvaða kostir eru við að nota margnota nestisbox í stað plastpoka eða annarra einnota umbúða (t.d. utan af skyri eða jógúrti)?
Nemendur skila verkefni á því formi sem þeim þykir henta, t.d. með veggspjaldi, kynningu eða öðrum hætti.