Vitnisburður um loftslagsmál er hlutverkaleikur þar sem nemendur setja sig í spor mismunandi ungmenna í allskonar löndum og velta fyrir sér þeirra upplifun og hugleiðingum varðandi loftslagsbreytingar.

Aldur: 10-16 ára

Tími: 30-40 mín

Markmið: 

  • Að setja sig í spor annara og átta sig á loftslagsóréttlæti

Efni/áhöld: Lýsingar á mismunandi hlutverkum.

Aðferð: Hver nemandi, eða fleiri nemendur saman, fær úthlutað einu hlutverki sem er lýsing á barni eða ungmenni í ákveðnu landi. Verkefninu fylgja 15 hlutverk og því gott að hafa fleiri en einn í hóp ef nemendur eru fleiri.

Nemendur fá 5 mínútur til þess átta sig á sínu hlutverki. Nemendur eiga að velta fyrir sér hvaða málefni brenna mest á þessu barni, hvernig loftslagsmálin hafa áhrif á líf þess og hvaða skoðun barnið hefur á þeim málum.

Næsta skref er að hver nemendandi kynnir sitt hlutverk. Annaðhvort með því að leika það, segja frá með eigin orðum eða einfaldlega bara með því að lesa textann um sitt hlutverk.
Eftir hverja hlutverkakynningu ræðir bekkurinn um stöðu viðkomandi barns.

Hvaða breytingar hafa orðið á náttúrunni/umhverfinu og í daglegu lífi hjá þessu barni?
Af hverju hafa þessar breytingar átt sér stað?
Hvaða framtíðarmöguleika hefur viðkomandi barn?
Hvað væri hægt að gera til þess að bæta líf og framtíð þessa barns?

Þegar allir nemendur eru búnir að kynna sitt hlutverk er aftur rætt saman, sérstaklega um það hvað þessi börn eiga sameiginlega og hvað er ólíkt með þeim. Á þessu stigi er gott að ræða og kynna loftslagsréttlæti.

Lykilhugtök: loftslagsóréttlæti og loftslagsréttlæti, áhrif loftslagsbreytinga á líf fólks

 

Ítarefni 

Hamfarahlýnun er stærsta ógnin sem steðjar að börnum og ungmennum heimsins. UNICEF. 

Hvað er loftslagsréttlæti – það sem þú þarft að vita. Landvernd.

The Climate Crisis is a Child Rights Crisis

Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni sem gefin verður út af Skólum á grænni grein, Landvernd og Menntamálastofnun

Tengt efni