Nemendur vinna í hóp að því að hanna og útbúa stól úr endurunnum efnum útfrá þremur orðum sem þau draga, tveimur lýsingarorðum og einu nafnorði. Verkefni fyrir 12-15 ára

Aldur: 12 – 15 ára

Tími: 8- 10 tímar

Markmið: Að nemendur geti:

  • unnið sjálfstætt eftir verkáætlun og vinnuteikningu, útbúið efnislista og reiknað kostnað,
  • framkvæmt flóknari samsetningar, s.s. samlímingu, töppun og skrúfun,
  • hannað verkefni út frá efni, fagurfræði, tækni, umhverfi, notkun og endingu,
  • greint vistvæn efni frá óvistvænum og haft sjálfbærni að leiðarljósi við vinnu sína, s.s. við efnisval,
  • gert sér grein fyrir hvort og hvernig hægt er að endurnýja ýmsa hluti til að lengja líftíma þeirra,

Efni og áhöld: Ýmsir efnisafgangar og það sem til fellur úr náttúrunni og eða rusl sem má endurnýta. Verkfæri og áhöld í verkgreinastofum.

Framkvæmd: Nemendur vinna í 2-3 manna hópum að því að hanna og útbúa stól úr endurunnum efnum útfrá þremur orðum sem þau draga, tveimur lýsingarorðum og einu nafnorði. Þau útbúa skissur og lokateikningu, verkfæra- og efnislista og gera að lokum líkan af stólnum. Í lokin er sýning með utanaðkomandi dómurum.

Undirbúningur kennara

Verkefnislýsing og orðalistar: tveir pokar lýsingarorð, einn poki nafnorð sem kennari hefur útbúið þannig að fjöldinn passi við nemendafjöldann. Nemendur draga tvö lýsingarorð og eitt nafnorð til að vinna útfrá.

Undirbúningur nemanda            

Nemendur þurfa etv. að koma með rusl til endurnýtingar að heiman.