Verkefni sem sýnir börnum að hlutir eru mislengi að eyðast í náttúrunni og því mikilvægt að huga að hráefnum sem við notum við gerð hluta. Börnin kanna niðurbrot mismunandi úrgangs og kanna einnig hvaða áhrif baunagras hefur áhrif á vöxt grass. Verkefni fyrir 5-7 ára

Aldur: 5-7 ára

Markmið:

  • Að kanna niðurbrot mismunandi úrgangs
  • Að kanna hvaða áhrif baunagras hefur áhrif á vöxt grass

Efni og áhöld: Stórt og glært ílát, mold, málband, myndavél, rafmagnslímband, pappírssnifsi, málmtappi (t.d. coke tappi), plasttappi, ávöxtur eða ávaxtahýði (t.d. kíví eða bananahýði), grasfræ, tvær baunagrassbaunir, vatn og plastfilma.

Framkvæmd: Þegar búið er að taka öll efni og áhöld til er hafist handa. 1/3 af stóra glæra ílátinu er fyllt með mold. Svo skal koma fyrir mismunandi úrgangi, t.d. bananahýði, pappírsumbúðir, plasttappi og málmtappi og fylla ílátið svo næstum af mold. Þá er komið að því að pota baununum niður og hafa aðra þeim megin sem lífræni úrgangurinn er og hina hinumegin. Gott er að merkja með rafmagnslímbandi hvar allt er staðsett í ílátinu. Næst skal sá grasinu ofan á moldina, vökva vel og setja plastfilmu yfir. Gott er að hafa plastfilmuna yfir á meðan grasfræið er að spíra og grasið fer að vaxa. Passa þarf að vökva reglulega. Hægt er að halda skrá yfir vöxt baunagrassins og grassins, bæði með myndum og með því að mæla vöxtin með reglustiku.