Verkefni sem fær nemendur til þess að skoða og ígrunda náttúruna. Nemendur taka ljósmyndir af náttúrufyrirbrigðum, túlka og deila með öðrum. Verkefni fyrir 10-20 ára

Aldur: 10-20 ára

Tími: 4-6 kennslustundir

Markmið:

  • Að nemendur tengi orð, skynjun og tilfinningar við ljósmyndaaugað og öðlist frekari tilfinningu fyrir margbreytileika náttúrunnar.
  • Að efla hópanda nemenda.

Efni og áhöld: Myndavél/sími/spjaldtölva , pappír, skriffæri, tölvur, myndvinnsluforrit.

Framkvæmd:

1.kennslustund Kveikja. Nemendur og kennarar setjast saman og ræða um náttúruna, tilfinningar, hughrif, minningar og annað sem fylgir náttúruupplifun. Í framhaldi af því finna nemendur nokkur orð ( 4 – 10 ) sem þau tengja við náttúruna. Dæmi: orka, minning, kyrrð, auðlind, verðmæti, gleði, frelsi.

2. og 3.kennslustund Í framhaldi af þessu er nemendum skipt niður í hópa. Skipaður er hópstjóri sem ber ábyrgð á því að skráð sé niður ástæður þess að ákveðið myndefni er valið við ákveðið orð. Hver hópur fær myndavél og síðan er farið út á vit náttúrunnar og teknar ljósmyndir. (gott að vinna þetta verkefni í lengri gönguferð 2 – 3 klst ferð)

4. til 6. kennslustund Nemendur vinna myndirnar í myndvinnsluforritum og setja þær upp á þann hátt að hver hópur geti haft litla kynningu fyrir bekkinn/skólann á sínu verkefni.