Fataiðnaðurinn hefur þróast mjög hratt og trúlega margt breyst frá því að amma og afi voru ung. Í þessu verkefni taka nemendur viðtal við eldri manneskju sem þau þekkja og ræða hvernig umgengni var við föt á árum áður. Verkefni fyrir 10 - 16 ára

Aldur: 10-16 ára

Markmið:

  • Nemendur tengjast eldri kynslóðum og fræðast um neyslu á fötum á fyrri tímum.
  • Þjálfa nemendur í samskiptum og viðtalstækni

Tími: 1 kennslustund

Framkvæmd: Nemendur geta búið til spurningar sjálfir eða stuðst við hugmyndir sem fylgja verkefninu.

Spurningar

Hvaðan fékkst þú fötin þín þegar þú varst á okkar aldri?

Af hverju fékkst þú ný föt?

Úr hvaða efni voru fötin þín?

Hve oft fékkst þú ný föt?

Fékkst þú alltaf þau föt sem þig langaði í?

Hvað varð um fötin þín þegar þú gast ekki lengur notað þau?

Hvað finnst þér um hvernig föt eru notuð í dag?

Hvernig heldur þú að notkun á fatnaði verði í framtíðinni? – Munum við kaupa meira eða minna af fatnaði og hvernig munum við nýta fötin okkar?

Hvernig heldur þú að við nýtum fötin okkar sem best í framtíðinni?

Er eitthvað sem þú vilt segja okkur um fatnað í gamla daga?

 

Þetta verkefni og fleiri sem tengjast fatasóun má finna í þessum kennsluleiðbeiningum

Af-stad-med-urgangsforvarnir-Kennsluleidbeiningar.pdf (samangegnsoun.is)

sem Landvernd þýddi og staðfærði.