Fræðumst um hringrásar og línulegt hagkerfi, teiknum upp okkar dæmi um ferðalag flíkur. Verkefni fyrir 6-16 ára

Aldur: 10-16 ára

Tími: 1-2 kennslustundir

Markmið:

  • Að nemendur átti sig mikilvægi þess að halda hlutum innan hringrásarhagkerfisins
  • Nemendur átti sig á muninum á hringrásar- og línulegu hagkerfi

Efni og áhöld: Blöð, skriffæri og litir, einnig hægt að teikna upp í tölvu.

Framkvæmd: Veldu þér flík t.d. peysu, buxur eða skó. Teiknaðu upp hringrás peysunnar frá ræktun – framleiðslu – neyslu – endurvinnslu.

Teiknaðu upp ferilinn bæði í hringrásarhagkerfi og línulegu hagkerfi. Í hringrásarhagkerfi fer flíkin í hring, hún er nýtt áfram, í línulaga hagkerfi er flíkinni hent og hún t.d. urðuð. Það er áhugavert að fræðast um hringrásarhagkerfi með því að skoða þetta myndband sem Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir gerðu. 

Scroll to Top