Fræðumst um hringrásar og línulegt hagkerfi, teiknum upp okkar dæmi um ferðalag flíkur. Verkefni fyrir 6-16 ára

Aldur: 10-16 ára

Tími: 1-2 kennslustundir

Markmið:

  • Að nemendur átti sig mikilvægi þess að halda hlutum innan hringrásarhagkerfisins
  • Nemendur átti sig á muninum á hringrásar- og línulegu hagkerfi

Efni og áhöld: Blöð, skriffæri og litir, einnig hægt að teikna upp í tölvu.

Framkvæmd: Veldu þér flík t.d. peysu, buxur eða skó. Teiknaðu upp hringrás peysunnar frá ræktun – framleiðslu – neyslu – endurvinnslu.

Teiknaðu upp ferilinn bæði í hringrásarhagkerfi og línulegu hagkerfi. Í hringrásarhagkerfi fer flíkin í hring, hún er nýtt áfram, í línulaga hagkerfi er flíkinni hent og hún t.d. urðuð. Það er áhugavert að fræðast um hringrásarhagkerfi með því að skoða þetta myndband sem Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir gerðu.