Tveir eða þrír vinna saman. Þeir skoða heimasíðuna Gerum sjálf og finna sturlaðar staðreyndir um fataframleiðslu og koma því á framfæri. Verkefni fyrir 10 ára og eldri

Aldur: 12-16

Markmið:

  • Að nemendur fræðist um framleiðlsuferli og umhverfisáhrif fataiðnaðarins
  • Að nemendur fræði aðra um það falda þætti fataiðnaðarins

Framkvæmd: Skoðið heimasíðuna Gerum sjálfur Fatasóun – TEXTÍLMENNT & SJÁLFBÆRNI (gerasjalfur.is)

Tveir til þrír vinna saman. Hver hópur fær einn kafla frá heimasíðunni til þess að vinna með.

Hver hópur finnur 2-3 sturlaðar staðreyndir sem tengist textílframleiðslu. Skrifið þær upp og notið stórt letur, hengið upp á veggi skólans öðrum til umhugsunar.

Dæmi um sturlaða staðreynd er 30% af framleiddum fatnaði er fargað ónotuðum.

Hver hópur getur líka notað aðrar miðlunarleiðir til þess að koma staðreyndunum á framfæri. T.d. með instagram, twitter eða á heimasíðu skólans. Ef sú leið er valin þá má endilega tagga grænfánann!