Saman gegn matarsóun - Verkefnahefti og kennsluleiðbeiningar er nýtt námsefni frá Landvernd, landvernd.is

Saman gegn matarsóun

Nýtt námsefni um matarsóun frá Landvernd og Menntamálastofnun.

Skoða rafbók

Í þessari bók er fjallað um matarsóun út frá ýmsum sjónarhornum. Bókin samanstendur af tíu fjölbreyttum verkefnum sem tengjast sín á milli, en einnig er hægt að vinna stök verkefni. Verkefnin fjalla meðal annars um samfélagslegar, náttúrufræðilegar og fjárhagslegar afleiðingar matarsóunar og hvernig nemendur geta unnið saman gegn matarsóun. Rafbókin samanstendur af verkefnabanka annars vegar og kennsluleiðbeiningum hins vegar. Verkefnin eru ætluð nemendum á unglingastigi en henta líka miðstigi. Verkefni taka mið af Aðalnámskrá grunnskóla á sviði náttúrugreina, samfélagsgreina og heimilisfræði og eru verkefnin tengd við hæfniviðmið þessara greina og grunnþætti menntunar í kennsluleiðbeiningum.

Höfundar bókarinnar eru Rannveig Magnúsdóttir, doktor í líffræði og sérfræðingur hjá Landvernd og Jóhanna Höskuldsdóttir, heimilsfræðikennari og fyrrum starfsmaður Skóla á grænni grein hjá Landvernd.

Námsefnið kom út haustið 2019 og er hugsað fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla.

Skoða rafbók

Scroll to Top