Taupoki úr gömlum bol? Ekkert mál!

Gerðu fjölnotapoka úr gömlum bol, landvernd.is
Þjóðráð Landverndar! Gerðu þinn eigin taupoka úr gömlum stuttermabol.

Er gamli hljómsveitarbolurinn þinn farinn að láta á sjá? Er hann of slitinn eftir mikla notkun? Það er engin þörf á því að örvænta! Þú getur gefið honum framhaldslíf – Sem Taupoki!

Plastpokar eru að meðaltali notaðir í 25 mínútur en brotna niður í örplast á fjölmörgum árum. Plastpokar eru tímaskekkja og komið er að fjölnotabyltingunni.

Þú getur útbúið þinn eigin poka úr gömlum stuttermabol!

Það eina sem þú þarft er gamall stuttermabolur sem farinn er að láta á sjá og skæri. 

Þú klippir upp í bolinn og hnýtir tvöfaldan hnút. Snýrð pokanum svo við og voila! 

Nú er bara að muna eftir því að taka pokann með í búðina!