Verkefni sem fær nemendur til þess skoða strigaskó út frá umhverfissjónarmiðum. Hvaðan kemur hann? Úr hverju er hann? Nemendur horfa á stutt myndband og velja svo milli tveggja verkefna. Verkefni fyrir 12-18 ára

Framleiðsla á strigaskóm hefur mikil áhrif á umhverfið og er talið að strigaskóa iðnaðurinn sé ábyrgur fyrir 1,4 % losun á gróðurhúsaloftegundum. Sem þykir ansi hátt en til samanburðar er flugiðnaðurinn ábyrgur fyrir 2,5% af losun gróðurhúsaloftegunda. Skórnir eru mestmegnis búnir til úr plasti með tilheyrandi umhverfisáhrifum og erfitt reynist að endurvinna þá.

Geta strigaskór orðið umhverfisvænni?

Veljið á milli a og b

a. Gerið skoðanakönnun í bekknum/árganginum/stiginu um hversu marga strigaskó hver nemandi á. Veltið fyrir ykkur framleiðsluferlinu á einum strigaskó, úr hverju er hann? Hvaðan kemur hráefnið sem þarf í einn strigaskó

b. Mörg skómerki keppast nú um að finna leiðir til þess að verða sjálfbærari. Leitaðu á netinu eftir skóm sem eru búnir til á umhverfisvænni hátt en hinn klassíski strigaskór. Gerðu stutta lýsingu á skónnum og framleiðsluferli hans.

Auka verkefni – nemendur hanna umhverfisvæna strigskó. Teikningar, lýsingar, líkön, grafík. Endalausir möguleikir á enda útkomu.