Tófan er lukkudýr Skóla á grænni grein og grænfánans. Landvernd.

Matur

Matur

Afmælispakki grænfánans í janúar

Grænfáninn er 20 ára á Íslandi. Tófan, lukkudýr Skóla á grænni grein heldur á stórri afmælisköku með 20 kertum.
Ber í skál, ávextir og rabbabari auk skæra og mynda á hvítu borði. Matur er janúar þema grænfánans á afmælisárinu

Skólar á grænni grein og grænfáninn á Íslandi fagnar 20 ára afmæli á árinu og þér er boðið í afmælið!
Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefnum tileinkað ákveðnu viðfangsefni.

VERKEFNI

Hvað veist þú mat og sjálfbærni?

Hefur þú spáð í hve magnað það er að geta farið út í búð og keypt mat frá allskonar ólíkum heimshlutum jarðarinnar?

Matur virðist vera til í ótakmörkuðu magni og valkostir okkar eru endalausir.

Kannski kaupir þú þér banana sem kemur frá Brasilíu og súkkulaðistykki frá Kanada.

Kannski fer brauð ofan í pokann sem er merkt íslenskum framleiðanda, en hvaðan kemur hveitið sem notað er í brauðið? Kínverjar eru stærstu framleiðendur hveitis í heiminum. Kemur hveitið frá þeim?

Svo flækjast málin þegar vörurnar sem við kaupum hafa mörg innihaldsefni. Kannski koma innihaldsefnin í einni vöru frá 10 ólíkum löndum.

Fyrir aðeins 10 árum höfðum ekki aðgang að svo fjölbreyttum mat. Í dag má finna nánast allt sem hugurinn girnist í verslunum landsins.

Þó það líti út fyrir að endalaust framboð sé af matvælum í heiminum er raunin ekki sú. Allur matur kemur einhversstaðar frá og Jörðin þarf að geta staðið undir lifnaðarháttum okkar.

Matur hefur misjafnlega mikil áhrif á loftslagsbreytingar og fer það eftir tegund fæðunnar hversu mikil áhrifin eru.
Kolefnisspor er aðferð til þess að mæla áhrif sem hlutir svo sem matur hafa á loftslagsbreytingar og það getur hjálpað okkur að sjá hversu mikil áhrifin eru af okkar neyslu. Því stærra sem kolefnissporið er, þeim mun meiri áhrif hefur maturinn á loftslagsbreytingar.

Við viljum hafa kolefnissporið sem minnst. Það þýðir ekki að við ætlum að hætta að borða eða borða minna, heldur frekar hugsa um það hvað við borðum.

Kolefnisspor kjöts er mjög stórt og þá sérstaklega nautakjöts og lambakjöts. Kolefnisspor grænmetis, bauna og kornvara er mun minna.

Eitt sem við getum gert til þess að hafa áhrif er að borða oftar þann mat sem hefur minna kolefnisspor. Það þýðir ekki að við þurfum að hætta að borða allt sem okkur þykir gott, en við getum valið að fækka þeim skiptum sem við borðum mat sem hefur stórt kolefnisspor.

Við getum prófað að halda kjötlausa mánudaga, valið grænmetisréttinn í skólanum og hvatt fólkið í kringum okkur til að hugsa um kolefnisspor matarins þegar þau versla inn fyrir heimilið.

Við getum prófað okkur áfram í að elda grænmetisrétti og hvatt skólakokkinn til þess að vinna með okkur.

Flest elskum við að borða en vissir þú að þriðjungi matvæla sem framleiddur er fyrir okkur er hent?

Fólk í ríkum löndum, eins og á Íslandi, sóar að meðaltali 100 kílóum af mat á mann á hverju ári, en í fátækari löndum er 10 kílóum á mann sóað.

En hvað getur þú gert til þess að leggja þitt af mörkum?

Með því að draga úr matarsóun verndar þú umhverfið, ferð betur með Jörðina okkar og sparar pening.

Þú getur passað að setja ekki of mikið á diskinn – þegar þú ert í skólanum.
Þú getur reynt að henda sem allra minnst af mat.

Þú getur fengið fólkið í kringum þig með þér í að elda úr afgöngum og kaupa minna inn í einu. Þegar við borðum afganga í stað þess að henda þeim berum við virðingu fyrir jörðinni og því sem hún veitir okkur.

Það er ótal margt fleira sem hægt er að gera til þess að hafa góð áhrif. Þú getur til dæmis prófað að rækta þitt eigið grænmeti.

Þú getur óskað eftir því að skólinn þinn skoði matarsóun og kolefnisspor matarins og setji upplýsingar um það á vegg í matsal skólans.

Svo getur þú skoðað hvort að fólkið sem framleiðir matinn fái mannsæmandi laun.
Til þess að sigrast á loftslagsbreytingum þurfum við að vera meðvituð um áhrif matarins á umhverfið og grípa til aðgerða í eigin lífi. Einstaklingar leysa þennan vanda ekki einir – mikilvægt er að láta stórfyrirtæki og stjórnvöld bera ábyrgð, draga úr matarsóun og setja reglur sem hjálpar loftslaginu.

Mundu að enginn getur allt en allir geta eitthvað.

Heimildir og nánari upplýsingar:

Systematic review of greenhouse gas emissions for different fresh food categories, Journal of Cleaner Production 

Kolefnisreiknivél, Efla og Orkuveita Reykjavíkur

Kolefnisspor – Lærðu um kolefnissporið og reiknaðu þitt eigið kolefnisspor. Rannsókn hjá Háskóla Íslands

Kolefnisspor matar (enska), Our World in Data.

Matarspor, Efla

Matvæli, Umhverfisstofnun

Einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld þurfa að vinna saman

Við getum öll haft áhrif

Verkefni

Pönnukaka, landvernd.is

Hvað er á disknum mínum? – Verkefni

Hefur þú spáð í því hvaðan maturinn kemur sem er á disknum þínum? Ætli hann komi frá mörgum löndum? Verkefnið má aðlaga að öllum aldurshópum.

Opna verkefni
börn við moltu

Haugánar

Í þessu verkefni er búin til molta innandyra með haugánum. Við lærum um hringrás matarins með því að gefa ánamöðkum lífræna afganga sem umbreytast í moltu. Verkefnið hentar öllum aldri.

Opna verkefni
barnahendur að rækta baunir

Ræktum sjálf

Það er skemmtilegt að rækta grænmeti, ávexti og kryddjurtir með nemendum. Ræktun hefur margar jákvæðar hliðar. Við stuðlum að sjálfbærari lífsháttum, losnum við ýmsa milliliði sem tengjast matvælaframleiðslu. Verkefni sem hentar öllum

Opna verkefni
nýuppteknar kartöflur

Ræktun á kartöflum og grænmeti

Að nemendur læra að rækta grænmeti og setja niður kartöflur. Þeir læra um ferlið sem ræktun er og fylgja því eftir og fá tækifæri til þess að matreiða úr uppkerunni. Verkefni fyrir 4-16 ára

Opna verkefni
matur ásamt zero waste skilti

Núll sóun

Nemendur læra aðferðir sem hægt að er gera heima til þess að sporna gegn matarsóun. Nemendur læra um matarsóun og aðferðir til þess lágmarka hana. Verkefni fyrir 10-12 ára

Opna verkefni
fersku grænmeti hent í ruslatunnu matarsóun

Vigtun á matarleifum

Hvernig er hægt að mæla matarsóun? Ein leið til þess er að vigta matinn sem sóast. Verkefni sem fær nemendur til þess að átta sig á mikilvægi þess að huga að matarsóun og lágmarka hana. Verkefni fyrir 12-20 ára

Opna verkefni
matur sem ekkert er að í ruslatunnu matarsóun

Saman gegn sóun

Einum þriðja þess matar sem er framleiddur á heimsvísu er sóað, því má líkja við að versla inn þrjá poka af mat og henda einum þeirra. Með því að draga úr matarsóun verndum við umhverfið, nýtum við betur auðlindir og spörum pening. Verkefni fyrir 12 – 20 ára

Opna verkefni
Hollur matur á borði fræ ávextir og grænmeti verkefnakista

Hreyfing og hollusta

Markmið verkefnisins er að kynna fyrir nemendum hvers vegna það er mikilvægt að hreyfa sig og borða hollan mat. Eftir þessa vinnu ættu nemendur að hafa innsýn í hvers vegna hreyfing er góð fyrir okkur og hvers vegna það er mikilvægt að borða hollan mat. Verkefni fyrir 3-10 ára

Opna verkefni
nestisbox úr áli

Skólanestið

Nemendur velta fyrir sér matvælum sem oft leynast í nestisboxinu. Skoða hvernig hægt er að velja nesti með tilliti til umhverfisins. Nemendur skoða meta matarsóun, hver nemandi reiknar einnig út hvað nestið kostar og hversu mikið af því fer til spillis t.d. yfir eina viku. Verkefnið hentar 10-16 ára

Opna verkefni
Múffa í opnu gulu nestisboxi. Nestið mitt, verkefni frá Skólum á grænni grein.

Nestið mitt

Nemendur skoða nestið sitt og meta virði þess og kostnað fyrir umhverfið og náttúruna. Verkefni fyrir 14-20 ára.

Opna verkefni

Meira um Mat

Matarsóun í skólum – vefsíða

Nemendur frá Menntaskólanum að Laugarvatni gerðu einstaklega flotta vefsíðu þar sem tekið er á matarsóun í skólum.

Inga Sæland, Hanna Katrín Friðriksdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannesson, Karl Gauti Hjaltason, Andrés Ingi Jónsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Katrín Baldursdóttir

Þrír flokkar með fullt hús á munnlega umhverfisprófinu og tveir með núll

Standast flokkarnir munnlega umhverfisprófið? Hér er niðurstaðan. Kynntu þér málið. Hvað ætlar þú að kjósa?

Blómkál, kartöflur, nípa og salat. Mynd af uppskeru úr matjurtaræktun í Alviðru. landvernd.is

Matvælaframleiðsla

Vill flokkurinn stuðla að umhverfisvænni matvælaframleiðslu?

Skortur á upplýsingum um matarsóun, landvernd.is

Skortur á upplýsingum um matarsóun

Við erum að eyðileggja náttúruauðlindir, við erum að stuðla að eymd fólks í öðrum löndum. Það er verið að stunda þrælahald fyrir mat sem við hendum svo. Það er verið að eyðileggja regnskóga fyrir mat sem við hendum svo. Fólk þarf að átta sig á því hverju það er að henda.

Rannveig Magnúsdóttir er sérfræðingur hjá Landvernd, landvernd.is

Rannveig Magnúsdóttir

Rannveig er í fæðingarorlofi 2022-2023.

Vinnum gegn matarsóun með þessum skemmtilegu ráðum, landvernd.is

Landvernd gegn matarsóun

Landvernd sýnir hvernig vinna má gegn matarsóun skemmtilegum nytsamlegum og hagnýtum myndböndum. Frystu rauðvínið, bakaðu lummur úr hafragrautnum.

Matarsóun veldur loftslagsbreytingum, landvernd.is

Vinnum gegn matarsóun, drögum úr loftslagsbreytingum

Matarsóun veldur loftslagsbreytingum. Vinnum saman gegn matarsóun með því að fylgja þessum heilræðum.

Hvað getum við gert gegn matarsóun? landvernd.is

Ekkert til spillis – Málþing um matarsóun

Hvað getum við gert í baráttunni við matarsóun? Á málþinginu Ekkert til spillis leiða Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands og Vakandi saman hesta sína.

Matarsóun er peningasóun, landvernd.is

Matarsóunarverkefni Landverndar

Landvernd hefur verið í forystu þeirra sem berjast gegn matarsóun frá því í lok árs 2013. Landvernd stýrði norræna samstarfsverkefninu Zero Waste og er í samstarfi við Reykjavíkurborg um að minnka matarsóun hjá starfsmönnum borgarinnar.

Saman gegn matarsóun, landvernd.is

Saman gegn matarsóun! Fjölskylduhátíð í Hörpu 6. september

Saman gegn matarsóun! Fjölskylduhátíð í Hörpu 6. september. Unnið er að því að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslunnar og neyslu. Viðburðir undir þessu merki verða haldnir í öllum Norðurlöndunum í júní-október 2014.

Landvernd vinnur gegn matarsóun, landvernd.is

Norræna ráðherranefndin styrkir átak Landverndar gegn matarsóun

Norræna ráðherranefndin styrkir átak Landverndar og samstarfsfélaga í Zero-waste gegn matarsóun um 400.000 danskar krónur.

Deildu með okkur hugmyndum og myndum

Sendu okkur myndir af verkefnavinnunni og við komum þeim á framfæri!

Ítarefni

Skoðaðu dagskrá afmælisársins og kynntu þér afmælispakka frá starfsfólki Skóla á grænni. 

#grænfáninn20ára

#grænfáninn20ára

Notaðu myllumerkið #grænfáninn20ára og merktu Landvernd og Grænfánann á samfélagsmiðlum. 

Kynntu þér námsefni frá Landvernd

Námsefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla um matarsóun Höfundar eru Rannveig Magnúsdóttir og Jóhanna Höskuldsdóttir. Útgefendur eru Landvernd og Menntamálastofnun. Lesa meira um námsefnið. 

Kynntu þér námsefni frá Landvernd

Námsefni um lífbreytileika og ræktun fyrir leikskóla, yngsta- og miðstig grunnskóla. Sigurlaug Arnardóttir hafði umsjón með gerð efnisins en það er afrakstur Evrópsks þróunarverkefni HOB’s Adventures sem Landvernd, Skólar á grænni grein og grænfánaskólar tóku þátt í. Útgefendur eru Landvernd og Menntamálastofnun. Lesa meira um námsefnið. 

Menntaverkefni Landverndar

GRÆNFÁNINN

Nemendur og starfsfólk í grænfánaskólum nota skrefin sjö til að breyta skólastarfinu í átt að sjálfbærni. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er skólum sem innleiða menntun til sjálfbærni á þennan hátt. 

Nemendur læra um endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Verkefnið er samstarfsverkefni þátttökuskóla, Landverndar og Landgræðslunnar. Meira um Vistheimt með skólum…

Nemendur læra um umhverfismál og miðlun efnis. Þátttakendur flytja fréttir um umhverfismál á fjölbreyttan máta og eru valin framlög send í alþjóðlega keppni. Meira um Ungt umhverfisfréttafólk…

Scroll to Top