Þrír flokkar með fullt hús á munnlega umhverfisprófinu og tveir með núll

Inga Sæland, Hanna Katrín Friðriksdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannesson, Karl Gauti Hjaltason, Andrés Ingi Jónsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Katrín Baldursdóttir
Standast flokkarnir munnlega umhverfisprófið? Hér er niðurstaðan. Kynntu þér málið. Hvað ætlar þú að kjósa?

Í aðdraganda Alþingiskosninga voru pólitísku flokkarnir teknir í munnlegt próf. Allir segjast þeir hafa hagsmuni umhverfisins að leiðarljósi – en hvað þýða svör þeirra í raun? Sérfróðir álitsgjafar Landverndar og Ungra umhverfissinna spá í spilin og túlka svörin. 

Þrír flokkar með fullt hús á munnlega umhverfisprófinu og tveir með núll

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar fengu fulltrúa frá stjórnmálaflokkum, sem bjóða fram lista í öllum kjördæmum, til að svara um afstöðu síns flokks um umhverfismál í þremur gundvallaratriðum.

Í þessu munnlega prófi voru prófdómarar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, og Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna. 

Til að fá fullt hús þurfti sex staðið en því náðu þrír flokkar.

Sósíalistaflokkurinn og Vinstri græn voru hálfdrættingar með þrjú staðið. Flokkur fólksins fékk tvo staðið, Sjálfstæðisflokkurinn einn af sex möguleikum en Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn kolféllu með núll staðið.

Píratar, Samfylking og Viðreisn

Sósíalistaflokkurinn og Vinstri græn

Til að fá fullt hús þurfti sex staðið en því náðu þrír flokkar

Flokkur fólksins

Sjálfstæðisflokkurinn

Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd