Saman gegn matarsóun! Fjölskylduhátíð í Hörpu 6. september

Saman gegn matarsóun, landvernd.is
Saman gegn matarsóun! Fjölskylduhátíð í Hörpu 6. september. Unnið er að því að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslunnar og neyslu. Viðburðir undir þessu merki verða haldnir í öllum Norðurlöndunum í júní-október 2014.

„Saman gegn matarsóun“ (United Against Food Waste Nordic) er norræn samvinna sem vinnur að því að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslunnar og neyslu. Viðburðir undir þessu merki verða haldnir í öllum Norðurlöndunum í júní-október 2014.

Fjölskylduhátíðin „Saman gegn matarsóun“ verður haldin í Hörpu, laugardaginn 6. september kl 13-18. Nánari upplýsingar á matarsoun.is

Að hátíðinni standa Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd og Vakandi, en jafnframt veita fjölmargir aðilar hátíðinni stuðning, þar á meðal Norræna ráðherranefndin og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Hátíðin samanstendur af stuttum fyrirlestrum og jafnframt er fyrirtækjum boðið að taka þátt og vera með kynningar sem tengjast efni hátíðarinnar.

Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni er Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Selina Juul, danskur baráttumaður gegn matarsóun sem er handhafi Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og forsprakki samtakanna Stöðvum sóun matvæla í Danmörku og hefur vakið mikla athygli fyrir skelegga frammistöðu sína í þágu málefnisins. Þá mun taka þátt Tristram Stuart en hann er mikilsmetinn fyrirlesari um matarsóun og hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir baráttuna gegn matarsóun, Sophie Prize, árið 2011.

Selina Juul og Tristram Stuart hafa bæði talað á TED og TEDx fyrirlestraröðunum um matarsóun.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd