Nægjusamur nóvember?
Nóvember er einn neysluríkasti mánuður ársins með sínum svarta föstudegi, netmánudegi og degi einhleypra. Nægjusamur nóvember er hvatningarátak. Mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað.
Í nóvember ætlum við að tileinka okkur nægjusemi og hvetjum sem flest að vera með.
Þessi vefur mun taka breytingum því lengra sem líður á mánuðinn. Hér munu birtast upplýsingar um viðburði, greinaskrif, fræðslu og fleira. Endilega fylgist með.
Nýjast frá Landvernd
Krafa Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Ungra umhverfissinna til stjórnvalda varðandi loftslagsmál
Nú þegar COP28 er handan við hornið er mikilvægt að skoða hvað íslenskum stjórnvöldum ber að gera í loftslagsmálum í alþjóðlegu samhengi. Eftirfarandi fréttatilkynning var send fjölmiðlum 28. nóvember 2023:
Hugvekja um nægjusemi
Borgar náttúran?
Rammaáætlun um orkusparnað?
Nægjusemi sem mikilvægt gildi allra
Vertu með
Leggðu þitt af mörkum
Félagar í Landvernd taka afstöðu með náttúrunni, sem ekki getur varið sig sjálf. Við erum óendanlega þakklát þeim 5.500 félögum sem gera Landvernd kleift að koma fram sem málsvari náttúrunnar. Verkefnin eru óþrjótandi. Ef þú vilt styðja við bakið á náttúruverndarbaráttunni gætir þú bent þeim sem hugsa hlýtt til náttúrunnar á Landvernd og hve auðvelt er að gerast félagi.

HVað er í húfi vegna orkuvinnslu á ÍSlandi?
Náttúra Íslands er einstök á heimsmælikvarða. Ásókn orkufyrirtækja í ódýra orku fyrir stóriðju og gagnaver eykst stöðugt og mun ekki fara minnkandi. Náttúrukortið sýnir staði á Íslandi sem fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða raska á annan hátt.
Orkuskipti sem við getum verið stolt af - orkuskipti, loftlagsmál og náttúruvernd haldast í hendur.

Hér kynnir Landvernd 3 sviðsmyndir um raforkuskipti.
Hvernig vilt þú sjá orkuskiptin? Skoðaðu orkuskiptahermi Landverndar og settu upp þínar sviðsmyndir.
Fræðsla, skemmtun, aðgerðir
Landvernd stendur reglulega fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengjast náttúruvernd og loftslagsmálum. Boðið er upp á fræðslu, málþing, tónleika, bíó, fundi, ferðir, grasrótarstarf…

Styrktu starfið
Styrktu Landvernd
Þitt framlag gerir okkur kleift að tala máli náttúrunnar og fræða almenning, stjórnvöld og fyrirtæki um mikilvægi þess að vernda einstaka náttúru Íslands og sýna hvernig hægt að er að ná loftslagsmarkmiðum án þess að ganga á náttúru landsins.

Í grasrótarstarfi Landverndar koma saman félagar sem vilja hafa áhrif og grípa til aðgerða í loftslagsmálum og náttúruvernd.

Landvernd beitir sér í ákvarðanatöku er varðar umhverfismál. Félagasamtökin taka virkan þátt í stefnummótun með gerð umsagna og ályktunum. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum. Náttúran á að fá að njóta vafans. Samtökin hafa látið reyna á nokkur mál fyrir dómi á síðustu árum.
Landvernd vinnur að náttúruvernd og bættu loftslagi. Samtökin sinna fræðslu, þrýstingi á stjórnvöld og upplýsa almenning um stöðu mála.
