Kæru valdhafar, þið verðið að muna að það er núna sem við verðum að gera breytingar, ekki einhvern tíma í framtíðinni. Verið framsýn, heiðarleg, jákvæð og hugrökk. Komandi kynslóðir munu þakka ykkur fyrir.
Hvers vegna verjum við gríðarlegu fjármagni í að fanga kolefni, sem hvalirnir myndu fanga fyrir okkur á náttúrulegan hátt? Af hverju að drepa bandamenn okkar?
Félagar í Landvernd taka afstöðu með náttúrunni, sem ekki getur varið sig sjálf. Við erum óendanlega þakklát þeim 5.500 félögum sem gera Landvernd kleift að koma fram sem málsvari náttúrunnar. Verkefnin eru óþrjótandi. Ef þú vilt styðja við bakið á náttúruverndarbaráttunni gætir þú bent þeim sem hugsa hlýtt til náttúrunnar á Landvernd og hve auðvelt er að gerast félagi.
Náttúra Íslands er einstök á heimsmælikvarða. Ásókn orkufyrirtækja í ódýra orku fyrir stóriðju og gagnaver eykst stöðugt og mun ekki fara minnkandi. Náttúrukortið sýnir staði á Íslandi sem fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða raska á annan hátt.
Landvernd stendur reglulega fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengjast náttúruvernd og loftslagsmálum. Boðið er upp á fræðslu, málþing, tónleika, bíó, fundi, ferðir, grasrótarstarf…
Á góðri stundu í gróðursetningaferð með Græðum Ísland
Styrktu starfið
Styrktu Landvernd
Þitt framlag gerir okkur kleift að tala máli náttúrunnar og fræða almenning, stjórnvöld og fyrirtæki um mikilvægi þess að vernda einstaka náttúru Íslands og sýna hvernig hægt að er að ná loftslagsmarkmiðum án þess að ganga á náttúru landsins.
Landvernd beitir sér í ákvarðanatöku er varðar umhverfismál. Félagasamtökin taka virkan þátt í stefnummótun með gerð umsagna og ályktunum. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum. Náttúran á að fá að njóta vafans. Samtökin hafa látið reyna á nokkur mál fyrir dómi á síðustu árum.