Náttúra Íslands er einstök á heimsmælikvarða. Ásókn orkufyrirtækja í ódýra orku fyrir stóriðju og gagnaver eykst stöðugt og mun ekki fara minnkandi. Náttúrukortið sýnir staði á Íslandi sem fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða raska á annan hátt.
Á ferðalagi henda sumir öllum reglum út um gluggann. Það er þó óþarfi að hætta að huga að umhverfinu í fríinu. Hér eru fjórir hlutir sem þú getur auðveldlega afþakkað í fríinu.
Framkvæmdastjóri Landverndar segir ávinninginn af raforkuframleiðslu Íslendinga fara að verulegu leyti úr landi. Hún segir að raforkan sem nú fer til stóriðju geti skapað verðmæti annarsstaðar. Mikið afl sé í fjölbreyttu íslensku atvinnulífi.
Áskorun kennara til sveitarstjórna um aukinn stuðning við menntun til sjálfbærni.
Við skorum á þig að styðja við okkur skólafólkið og gera sveitarfélagið þitt að fyrirmynd annarra í loftslagsmálum og menntun til sjálfbærni.
Orkuskipti sem við getum verið stolt af – orkuskipti, loftslagsvernd og náttúruvernd haldast í hendur. Hér kynnir Landvernd sviðsmyndir um raforkuskipti.
Landvernd hefur haft umsjón með grænfánanum (Eco-schools) í 20 ár. Verkefnið er helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. Kynntu þér verkefnið!
Félagar í Landvernd taka afstöðu með náttúrunni, sem ekki getur varið sig sjálf. Við erum óendanlega þakklát þeim 5.500 félögum sem gera Landvernd kleift að koma fram sem málsvari náttúrunnar. Verkefnin eru óþrjótandi. Ef þú vilt styðja við bakið á náttúruverndarbaráttunni gætir þú bent þeim sem hugsa hlýtt til náttúrunnar á Landvernd og hve auðvelt er að gerast félagi.
Þitt framlag gerir okkur kleift að tala máli náttúrunnar og fræða almenning, stjórnvöld og fyrirtæki um mikilvægi þess að vernda einstaka náttúru Íslands og sýna hvernig hægt að er að ná loftslagsmarkmiðum án þess að ganga á náttúru landsins.
Landvernd stendur reglulega fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengjast náttúruvernd og loftslagsmálum. Boðið er upp á fræðslu, málþing, tónleika, bíó, fundi, ferðir, grasrótarstarf…
Leggðu þitt af mörkum og taktu þátt í beinni náttúruvernd. Sjálfboðaliðar í SJÁ vinna að náttúruvernd víða um land. Kynntu þér verkefni vorsins og vertu með.
Menntaverkefni Landverndar eru fremst í fararbroddi þegar kemur að menntun til sjálfbærni, loftslagsmenntun og valdeflingu ungmenna. Grænfáninn, Umhverfisfréttafólk og Vistheimt með skólum veita nemendum rödd og undirbúa þau fyrir framtíðina. Vertu með.
Landvernd beitir sér í ákvarðanatöku er varðar umhverfismál. Félagasamtökin taka virkan þátt í stefnummótun með gerð umsagna og ályktunum. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum. Náttúran á að fá að njóta vafans. Samtökin hafa látið reyna á nokkur mál fyrir dómi á síðustu árum.
Landvernd hefur það að markmiði að vernda ósnortin víðerni og náttúru Íslands, svo að komandi kynslóðir fái notið hennar um ókomna tíð. Öll verkefni samtakanna tengjast því náttúruvernd og sjálfbærni.