Velkomin á nýjan vef Landverndar! Vinsamlegast sendið okkur línu og skjáskot á vefur@landvernd.is ef þið rekist á hindrun! Takk!

Við sinnum umhverfismálum og bætum þannig lífsgæði í landinu.
Vertu með!

Stjórn Landverndar kallar á nýtt umhverfismat fyrir Hvalárvirkjun

Stjórn Landverndar kallar á nýtt umhverfismat fyrir Hvalárvirkjun

Umsögn Landverndar við skipulags- og matslýsingu vegna tillögu að aðalskipulagsbreytingu Árneshrepps. SÆKJA UMSÖGN Stjórn Landverndar þakkar fyrir beiðni um umsögn við ofangreinda lýsingu sem barst í tölvupósti þann 29. janúar sl.  Almennar athugasemdir Höfn í...
Landvernd styður breytingar á lögum um loftslagsráð

Landvernd styður breytingar á lögum um loftslagsráð

Umsögn Landverndar um  frumvarptil laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (hlutverkloftslagsráðs). Stjórn Landvernd hefur kynnt sér framangreint frumvarp. Stjórnin þakkar flutningsmönnum frumkvæðið sem þeir sýndu og styður frumvarpið. Stjórnin styður frumvarpið Stjórnin styður...
Verndun víðerna Drangajökulssvæðisins mikilvæg skv. Alþjóðlegu náttúruverndasamtökunum (IUCN).

Verndun víðerna Drangajökulssvæðisins mikilvæg skv. Alþjóðlegu náttúruverndasamtökunum (IUCN).

Varaforseti Alþjóðanefndar um friðlýst svæði (World commission on protected areas, WCPA)  innan Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) hefur skilað skýrslu til IUCN um víðerni sem kennd eru við Drangajökul á norðanverðum Vestfjörðum.  Í skýrslunni kemur fram að...
Hvað getum við gert?

Hvað getum við gert?

Endurhugsum framtíðina með Landvernd! Hvað getum við gert? er stuttþáttaröð Landverndar um hvernig við brugðist við þeim vandamálum sem við höfum skapað á jörðinni okkar með neyslu okkar og lífsstíl.   https://youtu.be/nXqrY35MbEk Vandamálið sem við höfum...
PREV NEXT
Hvalárósar við Ófeigsfjörð. Óspillt náttúra Hvalár og Drangajökulsvíðernis er í hættu, höfnum stóriðju og verndum náttúruna, landvernd.is

Stjórn Landverndar kallar á nýtt umhverfismat fyrir Hvalárvirkjun

Stjórn Landverndar telur að fyrirhugaðar breytingar á framkvæmdinni Hvalárvirkjun þarfnist nýs umhverfismats.

Landvernd styður breytingar á lögum um loftslagsráð

Landvernd styður breytingar á lögum um loftslagsráð og telur mikilvægt að litið verði til erlendra fyrirmynda þegar kemur að skipun og hlutverki loftslagsráðs.

Við ármót Hvalár og Rjúkandi ætlar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni við Hvalárósa, slétta plan fyrir vinnubúðir, verndum víðernin, landvernd.is

Verndun víðerna Drangajökulssvæðisins mikilvæg skv. Alþjóðlegu náttúruverndasamtökunum (IUCN).

Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN hafa gefið út að Drangajökulsvíðerni séu mikilvæg í alþjóðlegu og innlendu samhengi þar sem það er eitt af örfáum heildstæðum óbyggðum víðernum í Evrópu og flokkist sem alþjóðlega mikilvæg óbyggð víðerni.

Komdu og taktu þátt í fjölmörgum viðburðum á vegum Landverndar.
Viðfangsefnin eru stór

Hamfarahlýnun er af mannavöldum. Stöðva þarf losun frá stóriðju tafarlaust. Landvernd vinnur að verndun loftslagsins með því að fræða fólk og þrýstir á stjórnvöld að grípa til raunverulegra aðgerða

Íslensk náttúra er sérlega viðkvæm fyrir raski. Hálendið er í alla staði verðmætara villt en virkjað! Landvernd stendur vörð um náttúruna og veitir stjórnvöldum og framkvæmdaraðilum aðhald í málum sem snerta náttúruna Íslands. 

Við höfum skapað stórt vandamál með lífstíl okkar og neyslu. Við þurfum að endurhugsa framtíðina og gera langtímaplan. Landvernd fræðir fólk um plast, neyslu, matarsóun og er leiðandi í menntun til sjálfbærni á landinu.

Lífkerfi hafsins er viðkvæmt. Sjálfbært samfélag tekur mið af öllum umhverfisþáttum. Landvernd.is
Verkefnin eru mörg

Við erum að eyðileggja náttúruauðlindir, við erum að stuðla að eymd fólks í öðrum löndum. Það er verið að stunda þrælahald fyrir mat sem við hendum svo. Það er verið að eyðileggja regnskóga fyrir mat sem við hendum svo. Fólk þarf að átta sig á því hverju það er að henda. Landvernd vinnur að því með þér.

Græðum Ísland er landgræðsluverkefni fyrir hópa og einstaklinga sem vilja leggja sitt af mörkum í sjálfboðavinnu til að bæta gróður- og jarðvegsauðlindina og ásýnd landsins, hvort sem það eru ferðamenn, nemendur eða starfsmannahópar, innlendir sem erlendir.
Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.
Meginmarkmið Hreinsum Ísland er að fræða almenning um skaðsemi plasts á hafið og lífríkið og virkja almenning, framleiðendur og fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum í þessari baráttu með því að endurhugsa neyslu sína, afþakka og endurnota.
Verkefnið Öndum léttar, styður við sveitarfélög sem vilja hafa áhrif og gera sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Handbókin Öndum léttar aðstoðar sveitarfélög sem hyggjast gera kolefnisbókhald og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
Landvernd vinnur í samstarfi við Landgræðslu ríkisins með grunn- og framhaldsskólum að langtímaverkefni um vistheimt og mikilvægi hennar við að endurheimta landgæði, líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr loftslagsbreytingum.

Í háværri umræðu um loftlagskvíða er ætlunin að verkefnið valdefli ungt fólk og gefi þeim tækifærin og tólin til þess að hafa áhrif á umhverfismáiln.
Nemendur geta komist í alþjóðlega keppni með verkefnin.
Er skólinn þinn áhugasamur um að vita meira um verkefnið? Hafðu samband.

Scroll to Top
Vefsvæðið notar vafrarakökur og Google analytics til að sinna þörfum þínum sem best.