Latest Past Viðburðir

Fræðsluganga um Ögmundarhraun

Ögmundarhraun Suðustrandarvegur

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd bjóða í fræðslugöngu um Ögmundarhraun þar sem við fræðumst um hnignun lands og landgræðslu. Hver er staða minjaverndar vegna landeyðingar og eldgosa? Mæting er klukkan 17:00 við jaðar Ögmundahrauns austan megin á bílastæði sunnan við Suðurstrandaveg. Gert er ráð fyrir 2 klst göngu

Málþing um áhrif vindorkuvera á náttúru

Náttúruverndarsamtök Austurlands og Landvernd bjóða til málþings um áhrif virkjunar vindorku á náttúru. Markmið fundarins er að fræðast um þau áhrif sem þessi aðferð til orkuöflunar kemur til með hafa á íslenska náttúru. Sérfræðingar á mismunandi sviðum munu flytja erindi og setjast í lok fundar í pallborð þar sem tekið verður við spurningum úr sal. […]

Drög að nýrri stefnu Landverndar kynnt á Egilsstöðum

Þorbjörg María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, kynna drög að nýrri stefnu Landverndar. Félagar í Landvernd hafa tækifæri til að koma með athugasemdir við drögin. Sjáumst í Tehúsinu, Egilsstöðum, 3. apríl milli 17:00 og 18:30.