Latest Past Viðburðir

Nýársfögnuður

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir að vera mikilvægur hlekkur í náttúruverndarbaráttu á Íslandi. Vilt þú fagna nýju ári með okkur? Viðburðurinn er ekki af verri endanum þar sem hann verður haldinn í Flyover-Iceland klukkan 18:00 fimmtudaginn, 22. janúar. Þar verða léttar veitingar, ljúfar stundir, notalegt náttúruspjall og flugferðir yfir okkar dýrmætu fljót og fjöll. Þetta er […]

Tengjumst náttúrunni og aukum útikennslu

Komdu og taktu þátt í opnum fræðslu og umræðufundi um útikennslu í loftslags- og umhverfisfræðslu! Á fundinum deilum við reynslu, hugmyndum og innblæstri úr starfi á sviði loftslags- og umhverfisfræðslu, með sérstaka áherslu á útikennslu og tengsl við náttúruna. Hvað hefur reynst vel? Hvar liggja tækifærin? og hvernig við getum betur virkjað útivist, náttúruást og […]

Aðventuganga og jólatré í Alviðru

Alviðra

Aðventan! Við undirbúum hátíð ljóssins. Alviðra er vestan við brúna yfir Sogið við Þrastarlund. Þar fögnum við aðventunni með göngu út í vetrarríkið og svo með söng, jólasögu og piparkökum í hlýjunni í gamla bænum. Yndisleg jólastemming á undurfögrum stað undir Ingólfsfjalli við Biskupstungubraut um 10 km. norðan við Selfoss. Alviðra er friðland, náttúruskóli og […]