Latest Past Viðburðir

Anda og þakka fyrir náttúru íslands

Athugið þetta er ekki viðburður heldur ósk um sameiginlega samfélagshugsun.   í Dag skulum við anda og þakka fyrir fallegu náttúru okkar. Hvar sem við erum stödd á Íslandi. Finnum grasið undir tánum og vindinn í eyrunum. Ef við erum heppin þá finnum við kannski fyrir sólargeislunum leika við andlitið   Verndum náttúruna okkar

Fuglafjör í Vatnsmýrinni

Vatnsmyrin Sæmundargata, Reykjavík

Landvernd ætlar að halda skemmtilegt fuglafjör í Vatnsmýrinni fyrir unga sem aldna þar sem við kynnumst náttúruperlunni í nálægð Miðvikudaginn 2. júlí ætlum við að halda stórskemmtilegan viðburð fyrir öll sem eru áhugasöm um Fugla. Þetta er einstaklega aðgengilegur viðburður fyrir unga sem aldna á höfuðborgarsvæðinu því við ætlum okkur að hittast í Vatsmýrinni.Þar má […]

Upp á Ingólfsfjall

Alviðra

Ganga upp á Ingólfsfjall og notalegheit með kakó og kleinum. Síðbúin Jónsmessuganga að Inghól og norður eftir fjallinu, niður að Torfastöðum og til suðurs meðfram fjallshlíðinni að Alviðrubænum. Ingólfsfjall er 551 m hátt virðulegt móbergsfjall í Ölfusi. Fjallið er bratt á þrjá vegu, í vestur, austur og suður en aflíðandi til norðurs að bænum Litla-Hálsi […]