• Skipulagsdagur framtíðar Alviðru

    Alviðra

    Vinir Alviðru, stjórn og starfsmenn Landverndar –  og aðrir velunnarrar. Stjórn Alviðru boðar til fundar að Alviðru laugardaginn 4. október til að fá fram sjónarmið og hugmyndir um hvert á að stefna. Góðan dag Við opnum húsið með því að bjóða upp á hádegissúpu kl. 12:00. Í kjölfarið verður fundur með eftirfarandi dagskrá: 13:00 Staðan, […]

  • Rammaáætlun í ljósi reynslunnar

    Haskoli íslands Sæmundargata, Reykjavík, Iceland

    Endilega fylgist með streyminu hér. Nú hafa hagsmunasamtök, náttúruverndarsinnar, rannsakendur og fagaðilar rammaáætlunar lýst yfir áhyggjum tengdum því að ítrekað hefur verið farið gegn ráðleggingum Rammaáætlunar. Þá skjóta upp kollinum spurningar á við: Er rammaáætlun að þjóna tilgangi sínum? Eru niðurstöðurnar svona auðhunsaðar? Hvað þarf að bæta? Í náttúru Íslands er margs konar auð að […]

  • Sýning Bóndinn og verksmiðjan

    Bio paradís

    Bóndinn og verksmiðjan. Sýnd í Bíó Paradís klukkan 17, 18. október, 2025 Bóndinn og verksmiðjan er átakanleg saga af baráttu einstaklings gegn stórfyrirtæki og afskiptaleysi yfirvalda. Með áhorfendaverðlaununum á Skjaldborg fær sagan þann hljómgrunn sem hún á skilið – sem persónuleg frásögn, umhverfisádeila og áminningu um ábyrgð stjórnvalda að þeim beri að tryggja að stóriðjan […]

  • Fjölskylduganga í Elliðaárdalnum

    Aflýst vegna Veðurs   Hvatningarátak Landverndar og Grænfánans Nægjusamur nóvember vekur athygli á jákvæðum áhrifum nægjusemi á náttúru, samfélag og eigið líf. Nægjusamur einstaklingur finnur að styrkur og hamingja kemur innan frá en ekki frá hlutum. Nægjusemi er eftirsóknarverð og stuðlar að frelsi, meiri tíma og orku, þakklæti, hamingju og tilfinningu um að eiga nóg.  […]

  • Upptaktur að COP

    Þann 2. nóvember næstkomandi stendur Landvernd fyrir loftslagsvinnustofum þar sem línurnar eru lagðar fyrir COP30 sem verður í Brasilíu 10-21 nóvember. Þorgerður María, formaður Landverndar og Laura Sólveig, forseti Ungra umhverfissinna munu sækja ráðstefnuna. Við bjóðum félögum náttúru og umhverfisverndarsamtaka að mæta á vinnustofur til þess að útbúa veganesti fyrir fulltrúana á COP. Vinnustofurnar verða […]

  • Bíósýning – The cost of growth

    Bio paradís

    Fyrir hvern er hagvöxturinn og á kostnað hvers? Hvað er raunverulegur kostnaður mannkyns og plánetunnar fyrir endalausan gróða hagkerfisins? Hvað ef loftslagsváin er í raun og veru vegna misnotkunar til gróða, misréttis og valda? Hvernig myndi samfélag byggt á réttlæti, jafnrétti og velferð umfram gróða líta út? Þetta og margt fleira kemur fram í nýrri […]

  • Erindi á fundi fólksins

    Komdu á Fund Fólksins sem haldinn verður í Hörpu fimmtudaginn 13 nóvember. Leiðarljós Fundar fólksins er að efla lýðræði og samfélagsþátttöku með því að efna til samtals milli frjálsra félagasamtaka, stjórnmálafólks og almennings. Þetta er stærsti viðburður ársins sem Almannaheill - Samtök þriðja geirans standa fyrir Vegleg dagskrá er í Kaldalóni kl.14-18. Landvernd verður með […]

  • Hringrásarjól

    Norræna husið

    Notað verður nýtt á jólahringrásarmarkaði Norræna hússins, Landverndar og Grænfánans! Viðburðurinn er hluti af aðventudagskrá Norræna hússins og hvatningarátaki Landverndar og Grænfánans um Nægjusaman Nóvember. Dagskrá:13:00-17:00 – Jólahringrásarmarkaður opinn og Textíl Barinn verður á staðnum!14:00-17.00 – Jólapeysusmiðja með Ýrúrarí Jólahringrásarmarkaður: Það sem nýtist þér ekki lengur gæti vel reynst fjársjóður annars – og öfugt! Komdu […]

  • Náttúrubókajól

    hús máls og menningar laugarvegur 18, Reykjavík, Iceland

    Við Íslendingar erum svo heppin með alla þá frábæru rithöfunda sem við eigum og þér er boðið á bókaupplestur af bestu gerð!!! Við fáum náttúruvininn og stórskáldið Andra Snæ Magnason til þess að ræða við okkur. Hann hefur lengi talað opinberlega um umhverfismál af hreinustu snilld og gaf nýverið út nýju bókina "Jötunsteinn". Einnig fáum […]

  • Aðventuganga og jólatré í Alviðru

    Alviðra

    Aðventan! Við undirbúum hátíð ljóssins. Alviðra er vestan við brúna yfir Sogið við Þrastarlund. Þar fögnum við aðventunni með göngu út í vetrarríkið og svo með söng, jólasögu og piparkökum í hlýjunni í gamla bænum. Yndisleg jólastemming á undurfögrum stað undir Ingólfsfjalli við Biskupstungubraut um 10 km. norðan við Selfoss. Alviðra er friðland, náttúruskóli og […]

  • Tengjumst náttúrunni og aukum útikennslu

    Komdu og taktu þátt í opnum fræðslu og umræðufundi um útikennslu í loftslags- og umhverfisfræðslu! Á fundinum deilum við reynslu, hugmyndum og innblæstri úr starfi á sviði loftslags- og umhverfisfræðslu, með sérstaka áherslu á útikennslu og tengsl við náttúruna. Hvað hefur reynst vel? Hvar liggja tækifærin? og hvernig við getum betur virkjað útivist, náttúruást og […]

  • Nýársfögnuður

    Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir að vera mikilvægur hlekkur í náttúruverndarbaráttu á Íslandi. Vilt þú fagna nýju ári með okkur? Viðburðurinn er ekki af verri endanum þar sem hann verður haldinn í Flyover-Iceland klukkan 18:00 fimmtudaginn, 22. janúar. Þar verða léttar veitingar, ljúfar stundir, notalegt náttúruspjall og flugferðir yfir okkar dýrmætu fljót og fjöll. Þetta er […]