Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra skapa einstaka, lítt raskaða landslagheild.
Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra skapa einstaka, lítt raskaða landslagheild. Ljósmyndari: Mirto Menghetti
Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra skapa einstaka, lítt raskaða landslagheild. Þær voru verndaðar en nú er sótt að þeim og hafa þær verið settar í biðflokk.
Austari Jökulsá og fólk í flúðasiglingum.

BIÐFLOKKUR

Héraðsvötn og Jökulsárnar í Skagafirði eru í biðflokki Rammaáætlunar.

Biðflokkur

Héraðsvötn og Jökulsárnar í Skagafirði eru í biðflokki Rammaáætlunar.

Vestari-Jokulsá í hlaupi - Héraðsvötn

Jökulsárnar í Skagafirði og vatnasvið þeirra eru taldar meðal verðmætustu svæða landsins þegar kemur að menningarminjum, jarðminjum, vatnafari, verðmætum tegundum lífvera, vistkerfum og jarðvegi.

Þar sem árnar Austari-Jökulsá og Vestari-Jökulsá mætast, verða til Héraðsvötn. Til þeirra renna einnig Norðurá, Húseyjarkvísl og margar smærri ár.

Meðal verðmætustu svæða landsins

Jökulsárnar í Skagafirði og vatnasvið þeirra skapa einstaka, lítt raskaða landslagheild. Svæðið hefur gríðarlegt gildi á landsvísu þegar kemur að menningarminjum, jarðminjum, vatnafari, vistkerfum og jarðvegi. Einnig þjóna jökulárnar mikilvægu hlutverki í ferðaþjónustu á svæðinu en flúðasiglingar hafa skapað mikla sérstöðu fyrir svæðið. Bæði Austari og Vestari Jökulsár í Skagafirði eru á lista yfir bestu flúðasiglingaár í Evrópu. 

Dýrmætt votlendi

Með virkjunum í Jökulsánum í Skagafirði er votlendið á láglendi Skagafjarðar í hættu. Votlendið er myndað úr framburði jökulvatnanna sem smám saman bera botnskrið, sand og aur til sjávar.

Lífríki

Ósasvæði Héraðsvatna, þ.e. Skógar, Miklavatn og Áshildarholtsvatn að vestan, Eylendið, Garðsvatn o.fl. að austan, eru alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði (Important Bird Areas IBAs). Fuglalíf er mikið meðfram Jökulsánum á láglendi. Þar er mikið heiðagæsavarp og grágæsavarp og að minnsta kosti þrettán fuglategundir á válista.

Heiðagæs situr á hreiðri með fjórum eggjum.
Heiðargæs á hreiðri. Ljósmynd: Andrés Skúlason.

Á hálendi er að finna plöntuna hreistursteinbrjót (Saxifraga foliolosa) sem er válistategund.

Austara-Eylendið við Héraðsvötn eru einhverjar víðfeðmustu flæðiengjar á Íslandi og á Norðurlöndum. Votlendið við Miklavatn í Skagafirði er á friðlandi.

Svipmyndir úr flúðasiglingu um Austari-Jökulsá

 

Orravatnsrústir eru sérstæðustu freðmýrar landsins

Á hálendinu norðan Hofsjökuls eru Orravatnsrústir sem eru sérstæðasta freðmýri landsins og búsvæði á lista Evrópuráðsins með alþjóðlegt verndargildi.

Í náttúruverndaráætlun 2004-2008 gerði Umhverfisstofnun tillögur um að Orravatnsrústir og Austara-Eylendið yrði gert að friðlandi og einnig tillögur um búsvæðavernd fyrir Fögruhlíð í Austurdal. Í náttúruverndaráætlun 2009-2013 var aftur lögð fram tillaga um friðlýsingu Orravatnsrústa.

Friðlýstar menningarminjar

Miklar menningarminjar er að finna á svæðinu og margar minjarnar eru friðlýstar, svo sem Einilækjarrústir, Hrafnsstaðir, Hringanes, Hraunþúfuklaustur, Tunga, Kolgrímsstaðir, Sandgil, Selsvellir og Öxl. Villinganesvirkjun myndi hafa ófyrirséð áhrif á fornminjar í gljúfrunum þar sem hún er áformuð.

Vestari-Jokulsa Héraðsvötn

 

Virkjanaáform

Jökulsárnar í Skagafirði
Landsvirkjun áformar að virkja í Jökulsánum í Skagafirði. Í 3. áfanga rammaáætlunar eru þrjár virkjunarhugmyndir á svæðinu, þ.e. Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D og Villinganesvirkjun, en þær féllu í verndarflokk til 15. júní 2022 en þá samþykkti Alþingi að setja svæðið í biðflokk. 

Jökulsárnar í Skagafirði og vatnasvið þeirra eru taldar meðal verðmætustu svæða landsins þegar kemur að menningarminjum, jarðminjum, vatnafari, verðmætum tegundum lífvera, vistkerfum og jarðvegi.

Með virkjunum í Jökulsánum í Skagafirði er votlendið á láglendi Skagafjarðar í hættu. Votlendið er myndað úr framburði jökulvatnanna sem smám saman bera botnskrið, sand og aur til sjávar.

 

Skatastaðavirkjun C

Áform Landsvirkjunar um Skatastaðavirkjun C í Austari Jökulsá í Skagafirði fela í sér samfelld jarðgöng með veitu frá Fossá og Hölkná, Nýjabæjarfjalli. Heildarlengd aðrennslis- og frárennslisganga með aðgöngum yrði um 45 km. Áætlað afl virkjunar er 156 MW en kosturinn fellur undir biðflokk rammaáætlunar.

Skatastaðavirkjun D

Áform Landsvirkjunar um Skatastaðavirkjun D fela í sér 156 MW virkjun, með veitu frá Fossá og Hölkná, Nýjabæjarfjalli og Hraunþúfuveitu. Austari Jökulsá væri þá stífluð í Pollagili með um 76 m hárri stíflu. Virkjunin verður ekki reist ef Skatastaðavirkjun C verður að veruleika en báðir kostir falla undir biðflokk rammaáætlunar.

Villinganes

Ef hugmyndir Landsvirkjunar um Villinganesvirkjun gengu eftir yrði rennsli Austari og Vestari Jökulsár í Skagafirði virkjað fyrir 33 MW. Rennsli Vestari og Austari Jökulsár í Skagafirði yrði virkjað skammt neðan við ármót þeirra, á móts við bæina Villinganes og Tyrfingsstaði. Kosturinn fellur undir biðflokk rammaáætlunar. 

Verði af virkjun munu gljúfur fyllast af vatni og líftími virkjunarinnar er í mesta lagi 80 ár en þá verða gljúfrin orðin full af framburði. Með svona stuttan líf­tíma er virkjunin ekki sjálfbær og er þess vegna í andstöðu við yfirlýsta stefnu Íslands um auðlindanýtingu.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is

Scroll to Top