Vefurinn matarsóun í skólum var unninn af nemendum frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Þau Helga Laufey, Hjörtur Snær, Lingný Lára, Jóna Kristín og Sesselja vildu vekja athygli fólks á matarsóun í skólum á Íslandi.
Verkefnið komst í undanúrslit Ungs umhverfisfréttafólks árið 2021 og hlaut annað sæti í samkeppni Landverndar. Á vefnum má finna fróðlegar upplýsingar og staðreyndir um matarsóun. Þar kemur meðal annars fram að:
- Matarsóun í grunskólum hér á landi er mun meiri heldur en í nágrannalöndum eins og Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.
- Á Íslandi er börnum skammtaður matur, sem veldur því að of mikið fer á diskinn.
- Helsti maturinn sem börn henda er meðlæti og kornvörur t.d kartöflur, hrísgrjón, bygg, kúskús og brauð.
Að mati fjölmiðladómnefndar er vefurinn einstaklega flottur.
Hér tekst að koma réttu magni af upplýsingum á framfæri um mikilvægt málefni á valdeflandi hátt.
Dómnefnd Ungs umhverfisfréttafólks
Fjögur ráð við matarsóun
Nemendurnir deildu fjórum ráðum til þess að forðast matarsóun:
- Að skipuleggja innkaupin vel. Ef þú kannt að skipuleggja þig vel ættir þú að getað keypt passlega mikið af mat inn á heimilið þitt. Gott er að gera matarplan fyrir t.d. kvöldmat út vikuna svo það er léttara fyrir þig að kaupa inn mat. Út frá matarplaninu getur þú farið í búð með góðann lista og þá kaupir þú ekki of mikið af óþarfa.
- Að borða afganga. Ef þú eldar óvart of mikið í kvöldmat er mjög sniðugt að borða afgangs kvöldmat í hádeginu daginn eftir. Einnig ef aftur er byrjað að tala um skipulag er mjög sniðugt að elda smá meira en þarf á kvöldin og vera búin að ákveða að borða það í hadeginu daginn eftir því það sparar t.d. rafmagn vegna þess að annars þyrftir þú einnig að elda þér hádegismat.
- Að raða vel í ísskápinn. Ef illa er raðað er mikil hætta á því að matur sem er að renna út vegna dagsetningar endi aftast og það leiðir að því að það þarf að henda honum. Þetta er mikilvægast þegar það kemur vörum sem skemmast léttilega.
- Huga að því að síðasti söludagur er ekki síðasti notkunardagur. Síðasti söludagur er í raun einungis dagurinn sem varan þarf að hætta í sölu en ekki í notkun. Sama þó að síðasti notkunardagur er liðinn á vöru er best að nota nefið.
Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd er ætlað ungu fólki og snýst um að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum.
Verðlaunaafhending 2021 – Ungt umhverfisfréttafólk
Hvaða ungmenni eru umhverfisfréttafólk ársins? Sigurvegarar verða kynntir 12. maí 2021. Við hvetjum áhugasamt fólk að fylgjast með!
Nemendur – Umhverfisfréttafólk
Ert þú nemandi og þátttakandi í Ungu umhverfisfréttafólki? Veistu ekki hvar þú átt að byrja? Hér er allt sem þú þarft að vita!
Hvernig eru verkefnin metin? Matsviðmið
Hvernig veljum við verkefni? Dómnefnd metur verkefni og notar matsviðmið og verðlaunar bestu verkefnin.
Ungt umhverfisfréttafólk tilnefnt til fjölmiðlaverðlauna
Þeir Axel Bjarkar, Hálfdán Helgi og Sölvi Bjartur eru tilnefndir til fjölmiðlaverðlauna fyrir heimildarmyndina sína Mengun með miðlum.
Sigurvegarar 2022 – Skoðaðu verkefnin – Umhverfisfréttafólk
Ungt umhverfisfréttafólk miðlar fréttum og upplýsingum um umhverfismál á fjölbreyttan máta. Sigurvegarar í samkeppninni Umhverfisfréttafólks 2022.
YRE verkefni Landverndar
Viltu gerast umhverfisfréttamaður? Taktu þátt í YRE verkefni Landverndar fyrir ungt umhverfisfréttafólk.