Það sem allir ættu að vita – Myndband

Menntaskólinn að Laugarvatni, landvernd.is
Þrjár stúlkur frá Menntaskólanum að Laugarvatni segja frá því sem þeim þykir mikilvægt að fólk viti um umhverfismálin. Ungt umhverfisfréttafólk.

Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd er ætlað ungu fólki og snýst um að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum. Tíu verkefni komust í undanúrslit árið 2020. Verkefnin voru af ólíkum toga og komu frá framhaldsskólum víðsvegar af landinu. Eitt verkefnanna ber heitið „Það sem allir ættu að vita og velta fyrir sér“. 

Þær Arnheiður Diljá, Ásdís Björg og Hafdís Danner voru 16 ára þegar þær unnu að verkefninu. Stunda þær nám við Menntaskólann að Laugarvatni og fengu hugmyndina að verkefninu í umhverfisfræði. Í myndbandinu segja þær frá samtölum sínum við áhrifavaldana Unni Borgþórsdóttur, Bergsvein Ólafsson og Brynju Dan Gunnarsdóttur sem eiga það sameiginlegt að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. 

Í myndbandinu fjalla stúlkurnar meðal annars um flokkun, veganisma, matar- og fatasóun. Auk þess veita þær okkur góða innsýn á lífið á heimavistinni. Hægt er að horfa á myndbandið þeirra hér að neðan. 

Er skólinn þinn þátttakandi í verkefninu Ungt umhverfisfréttafólk? Hafðu samband við vigdis@landvernd.is og fáðu kynningu!

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd